Lífið

Hugleikur fékk harða diskinn

Hugleikur Dagsson sáttur eftir að Gunna Dís afhenti honum harða diskinn.fréttablaðið/gva
Hugleikur Dagsson sáttur eftir að Gunna Dís afhenti honum harða diskinn.fréttablaðið/gva
Rithöfundurinn Hugleikur Dagsson hefur endurheimt efnið úr tölvunni sinni sem var stolið fyrir skömmu.

Eins og Fréttablaðið greindi frá var í tölvunni handrit að hryllingsmynd og handrit að framhaldsbókunum Popular Hits 2 og Garðarshólmi 2 sem eiga báðar að koma út fyrir jólin. Hugleikur fékk harðan disk með afrituðu efninu afhentan í Ríkisútvarpinu í Efstaleiti í gær. Bubbi Morthens hafði hvatt þjófinn til að skila efninu í Efstaleitið í þættinum Virkir morgnar á Rás 2. Umslag merkt Gunnu Dís, eins af stjórnendum þáttarins, beið hennar þegar hún mætti í vinnuna í gærmorgun og í kjölfarið afhenti hún það Hugleiki, sem var að vonum mjög ánægður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.