Lífið

Skiptir þú um gæja eins oft og naríur?

Paris Hilton og kærastinn Cy Waits hafa ákveðið að slíta sambandinu.
Paris Hilton og kærastinn Cy Waits hafa ákveðið að slíta sambandinu.
Paris Hilton er einhleyp á ný. Paris og kærastinn fyrrverandi, Cy Waits, sem skoða má í myndasafni, ákváðu í sameiningu að enda eins árs samband þeirra eftir að hafa átt í erfiðleikum í sambandinu undanfarið.

„Þau eru hætt saman. Það er mjög leiðinlegt því henni þykir mjög vænt um hann og finnst hann frábær náungi en þau lentu í erfiðleikum," sagði heimildarmaður við slúðurtímaritið US Weekly. Undanfarið hafa staðið yfir tökur á nýjasta raunveruleikaþætti Hilton, en kærastinn fyrrverandi var allt annað en ánægður með þáttinn.

„Cy var ekki ánægður. Honum fannst að það væri rýnt of mikið inn í einkalíf þeirra Parisar. Hann átti alls ekki von á því að myndavélarnar yrðu svona mikið fyrir þeim," sagði annar heimildarmaður.

Önnur ástæða sambandsslitanna er sú að Cy þótti frægðarljómi kærustunnar skyggja á sinn eigin ljóma, en hann er þekktur kaupsýslumaður og næturklúbbaeigandi í Las Vegas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.