Lífið

Heiðra föður sinn

Margrét Gaua Magnúsdóttir og bróðir hennar, Davíð Magnússon, ásamt Jóni Ólafssyni ætla að heiðra Magnús Kjartansson á sextugsafmælisárinu hans.
Fréttablaðið/Heiða
Margrét Gaua Magnúsdóttir og bróðir hennar, Davíð Magnússon, ásamt Jóni Ólafssyni ætla að heiðra Magnús Kjartansson á sextugsafmælisárinu hans. Fréttablaðið/Heiða
„Við erum ekki alveg búin að móta okkur hugmyndir en það eru ansi margir tónlistarmenn sem vilja heiðra karlinn,“ segir Margrét Gaua Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og dóttir Magnúsar Kjartanssonar, tónlistarmanns.

Magnús verður sextugur þann 6.júlí næstkomandi. Af því tilefni hafa tvö af börnunum hans, Margrét og gítarleikarinn snjalli Davíð Magnússon, ákveðið að fá nokkra velvalda tónlistarmenn til að syngja og spila lög Magnúsar en hann lék með hljómsveitum á borð við Trúbrot og Júdas. Jón Ólafsson, oftast kenndur við Skífuna, hefur verið Margréti og Davíð innan handar en hann og Magnús eru æskuvinir.

„Flutningur Diktu á To Be Grateful var fyrsti vísirinn að þessu en við erum ekki alveg búin ákveða hvort þetta rati á safndisk eða hvað við gerum. Okkur fannst við bara þurfa að gera eitthvað fyrir hann og hans tónlist og það eru ótrúlega margir sem bíða eftir því að komast í hljóðver til að taka upp lög.“ Margrét segir pabba sinn vera mjög lítið stressaðan fyrir þessum tímamótum, hann geri sér grein fyrir því að John Lennon-styttan í Liverpool bráðni ekki þótt hann nái þessu takmarki. „Aðalveislan verður bara á annan í jólum. Við erum nefnilega búin að vera safna fyrir ferð til Kúbu í þrjú ár og þar verður öll fjölskyldan þegar mamma verður sextug.“-fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.