Lífið

Sátt við ákvörðunina

Crystal Harris, fyrrum unnusta Hugh Hefner, er sátt við ákvörðun sína um að aflýsa brúðkaupi þeirra.
nordicphotos/getty
Crystal Harris, fyrrum unnusta Hugh Hefner, er sátt við ákvörðun sína um að aflýsa brúðkaupi þeirra. nordicphotos/getty
Crystal Harris, fyrrum unnusta klámkóngsins Hugh Hefner, segist sátt við þá ákvörðun sína að slíta trúlofuninni við Hefner aðeins viku fyrir brúðkaupið.

„Ég hafði verið mjög óviss með þetta allt í nokkurn tíma og alls ekki verið með sjálfri mér,“ sagði Harris í viðtali við útvarpsmanninn Ryan Seacrest. „Þetta gerðist allt svo hratt og þegar mér loks gafst tími til að hugsa málin áttaði ég mig á því að þetta væri ekki eitthvað fyrir mig. Þetta var ekki rétta lífið fyrir mig.“

Að sögn Harris tók Hefner fréttunum með ró og var sammála henni um að best væri að aflýsa brúðkaupinu. „Við rifumst ekki. Hann skildi þetta og var sammála um að best væri að hætta við brúðkaupið, hann vildi aðeins giftast því hann trúði því að það væri draumur minn.“ Að lokum neitaði Harris öllum sögusögnum um meint samband hennar og Jordan McGraw, syni Dr. Phil.


Tengdar fréttir

GusGus og Quarashi leiða saman hesta sína

Hljómsveitirnar Quarashi og GusGus hafa ákveðið að leiða saman hesta sína og endurhljóðblanda lög eftir hvor aðra. Lögin verða síðan gefin út á smáskífu sem verður fáanleg á netinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.