Lífið

Ókunnugt fólk sendir Páli Óskari lög

Páll Óskar hyggst láta lítið fyrir sér fara og einbeita sér að því að finna nördið í sjálfum sér. Hann langar að gefa út plötu á næsta ári.
Páll Óskar hyggst láta lítið fyrir sér fara og einbeita sér að því að finna nördið í sjálfum sér. Hann langar að gefa út plötu á næsta ári.
„Núna hef ég í hyggju að draga mig inn í skelina og finna aftur nördið í sjálfum mér,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson.

Eins og Fréttablaðið greindi frá fór Páll á kostum með sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu í síðustu viku. Hann rokseldi þar eintök af Silfursafninu en hefur í hyggju að láta minna fyrir sér fara á næstunni því hann hyggst hefja undirbúning að næstu plötu. „Það eru nokkur „demo“ til en platan kemur örugglega ekki út á þessu ári, það er mikið líklegra að hún komi 2012.“ Aðdáendur poppstjörnunnar þurfa hins vegar engu að kvíða, þeir fá sinn skammt á þessu ári; dvd-útgáfa með sinfóníutónleikunum kemur út fyrir jólin.

Síðasta plata poppstjörnunnar, Allt fyrir ástina, rokseldist og lögin sprengdu vinsældarlista útvarpsstöðvanna fyrir fjórum árum síðan. Páll hefur hins vegar ekki fundið samstarfsmann fyrir næstu plötu, hann segist vera að leita og tala við fólk. „Hins vegar er alltaf fólk útí bæ að senda mér lög eftir sig og biðja mig um að hlusta. Þetta er oft fólk sem ég þekki ekki neitt en er að semja ágætis lög.“ -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.