Banna auglýsingar gegn áti á hvalkjöti 17. júní 2011 09:00 Skiltin í Leifsstöð eru talin stangast á við stefnu Isavia. Mynd/Isavia Isavia hefur farið fram á að Alþjóða dýraverndunarsamtök og Samtök hvalaskoðunarfélaga endurskoði auglýsingar sínar í Leifsstöð, ellegar verði þær fjarlægðar. Auglýsingarnar eru liður í átaki gegn neyslu á hvalkjöti og beint að ferðamönnum. Auglýsingarnar hafa hangið uppi frá mánaðamótum og voru samþykktar af markaðsdeild Isavia án nokkurra vandkvæða þegar þær voru settar upp, en samtökin voru með samning við Leifsstöð út sumarið. Sigursteinn Másson, talsmaður dýraverndunarsamtakanna, segist ekki trúa því að Isavia ætli sér að taka niður umsamdar auglýsingar vegna þess að þeim líki persónulega ekki boðskapurinn. „Það væri mjög alvarleg ritskoðun ef þeir munu fara í það að rífa niður samþykktar auglýsingar," segir Sigursteinn. „Þetta er mjög merkilegt. Mér finnst þetta lýsa sérstakri viðkvæmni hjá fyrirtækinu." Sigursteinn fékk símhringingu frá Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Isavia í gærmorgun, þar sem hann lagði til að Isavia færi í það með samtökunum að endurskoða auglýsingarnar, ellegar yrðu þær teknar niður. Hann segir samtökin aldrei hafa lent í neinu þessu líku. Hann færði lítil rök fyrir því, að sögn Sigursteins, sem óskaði eftir skriflegri umsögn. „En ég vil trúa því að tjáningarfrelsi og virðing gagnvart samningum sé aðeins meira virði heldur en þetta," segir Sigursteinn. „Við stöndum við samninginn og við gerum kröfu um að Leifsstöð geri slíkt hið sama." Gunnar Bergmann, formaður hrefnuveiðimanna, kvartaði vegna auglýsinganna til forsvarsmanna Isavia. Hann er mjög ósáttur við birtingarnar og segir þær áróður gegn hvalveiðum. „Það er til skammar fyrir ferðaþjónustuna að vera að ráðast með þessum hætti á eina atvinnugrein," segir Gunnar. „Menn ættu frekar að starfa saman með einhverjum hætti." Gunnar segir það rangt að birta auglýsingarnar í Leifsstöð sem er opinber bygging. Hann segist hafa fengið mörg símtöl þar sem fólk lýsir yfir hneykslun sinni á auglýsingunum. „Hvalveiðar hafa ekki skaðað ferðaþjónustuna með neinum hætti að mínu mati," segir hann. „Til að mynda hafa aldrei fleiri veitingahús boðið upp á hvalkjöt en nú í sumar og kúnnahópurinn er ferðamenn." Friðþór Eydal, starfandi upplýsingafulltrúi Isavia, segir fyrirtækið hafa endurskoðað afstöðu sína til umræddrar auglýsingar og telur að efni hennar stangist á við stefnu fyrirtækisins í auglýsingamiðlun. „Félagið hefur óskað eftir að auglýsingin verði fjarlægð eða henni breytt á ásættanlegan hátt," segir Friðþór. „Það liggur ekki fyrir hvenær en skiltin verða fjarlægð ef ekkert verður að gert." sunna@frettabladid.is Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Isavia hefur farið fram á að Alþjóða dýraverndunarsamtök og Samtök hvalaskoðunarfélaga endurskoði auglýsingar sínar í Leifsstöð, ellegar verði þær fjarlægðar. Auglýsingarnar eru liður í átaki gegn neyslu á hvalkjöti og beint að ferðamönnum. Auglýsingarnar hafa hangið uppi frá mánaðamótum og voru samþykktar af markaðsdeild Isavia án nokkurra vandkvæða þegar þær voru settar upp, en samtökin voru með samning við Leifsstöð út sumarið. Sigursteinn Másson, talsmaður dýraverndunarsamtakanna, segist ekki trúa því að Isavia ætli sér að taka niður umsamdar auglýsingar vegna þess að þeim líki persónulega ekki boðskapurinn. „Það væri mjög alvarleg ritskoðun ef þeir munu fara í það að rífa niður samþykktar auglýsingar," segir Sigursteinn. „Þetta er mjög merkilegt. Mér finnst þetta lýsa sérstakri viðkvæmni hjá fyrirtækinu." Sigursteinn fékk símhringingu frá Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Isavia í gærmorgun, þar sem hann lagði til að Isavia færi í það með samtökunum að endurskoða auglýsingarnar, ellegar yrðu þær teknar niður. Hann segir samtökin aldrei hafa lent í neinu þessu líku. Hann færði lítil rök fyrir því, að sögn Sigursteins, sem óskaði eftir skriflegri umsögn. „En ég vil trúa því að tjáningarfrelsi og virðing gagnvart samningum sé aðeins meira virði heldur en þetta," segir Sigursteinn. „Við stöndum við samninginn og við gerum kröfu um að Leifsstöð geri slíkt hið sama." Gunnar Bergmann, formaður hrefnuveiðimanna, kvartaði vegna auglýsinganna til forsvarsmanna Isavia. Hann er mjög ósáttur við birtingarnar og segir þær áróður gegn hvalveiðum. „Það er til skammar fyrir ferðaþjónustuna að vera að ráðast með þessum hætti á eina atvinnugrein," segir Gunnar. „Menn ættu frekar að starfa saman með einhverjum hætti." Gunnar segir það rangt að birta auglýsingarnar í Leifsstöð sem er opinber bygging. Hann segist hafa fengið mörg símtöl þar sem fólk lýsir yfir hneykslun sinni á auglýsingunum. „Hvalveiðar hafa ekki skaðað ferðaþjónustuna með neinum hætti að mínu mati," segir hann. „Til að mynda hafa aldrei fleiri veitingahús boðið upp á hvalkjöt en nú í sumar og kúnnahópurinn er ferðamenn." Friðþór Eydal, starfandi upplýsingafulltrúi Isavia, segir fyrirtækið hafa endurskoðað afstöðu sína til umræddrar auglýsingar og telur að efni hennar stangist á við stefnu fyrirtækisins í auglýsingamiðlun. „Félagið hefur óskað eftir að auglýsingin verði fjarlægð eða henni breytt á ásættanlegan hátt," segir Friðþór. „Það liggur ekki fyrir hvenær en skiltin verða fjarlægð ef ekkert verður að gert." sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira