Banna auglýsingar gegn áti á hvalkjöti 17. júní 2011 09:00 Skiltin í Leifsstöð eru talin stangast á við stefnu Isavia. Mynd/Isavia Isavia hefur farið fram á að Alþjóða dýraverndunarsamtök og Samtök hvalaskoðunarfélaga endurskoði auglýsingar sínar í Leifsstöð, ellegar verði þær fjarlægðar. Auglýsingarnar eru liður í átaki gegn neyslu á hvalkjöti og beint að ferðamönnum. Auglýsingarnar hafa hangið uppi frá mánaðamótum og voru samþykktar af markaðsdeild Isavia án nokkurra vandkvæða þegar þær voru settar upp, en samtökin voru með samning við Leifsstöð út sumarið. Sigursteinn Másson, talsmaður dýraverndunarsamtakanna, segist ekki trúa því að Isavia ætli sér að taka niður umsamdar auglýsingar vegna þess að þeim líki persónulega ekki boðskapurinn. „Það væri mjög alvarleg ritskoðun ef þeir munu fara í það að rífa niður samþykktar auglýsingar," segir Sigursteinn. „Þetta er mjög merkilegt. Mér finnst þetta lýsa sérstakri viðkvæmni hjá fyrirtækinu." Sigursteinn fékk símhringingu frá Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Isavia í gærmorgun, þar sem hann lagði til að Isavia færi í það með samtökunum að endurskoða auglýsingarnar, ellegar yrðu þær teknar niður. Hann segir samtökin aldrei hafa lent í neinu þessu líku. Hann færði lítil rök fyrir því, að sögn Sigursteins, sem óskaði eftir skriflegri umsögn. „En ég vil trúa því að tjáningarfrelsi og virðing gagnvart samningum sé aðeins meira virði heldur en þetta," segir Sigursteinn. „Við stöndum við samninginn og við gerum kröfu um að Leifsstöð geri slíkt hið sama." Gunnar Bergmann, formaður hrefnuveiðimanna, kvartaði vegna auglýsinganna til forsvarsmanna Isavia. Hann er mjög ósáttur við birtingarnar og segir þær áróður gegn hvalveiðum. „Það er til skammar fyrir ferðaþjónustuna að vera að ráðast með þessum hætti á eina atvinnugrein," segir Gunnar. „Menn ættu frekar að starfa saman með einhverjum hætti." Gunnar segir það rangt að birta auglýsingarnar í Leifsstöð sem er opinber bygging. Hann segist hafa fengið mörg símtöl þar sem fólk lýsir yfir hneykslun sinni á auglýsingunum. „Hvalveiðar hafa ekki skaðað ferðaþjónustuna með neinum hætti að mínu mati," segir hann. „Til að mynda hafa aldrei fleiri veitingahús boðið upp á hvalkjöt en nú í sumar og kúnnahópurinn er ferðamenn." Friðþór Eydal, starfandi upplýsingafulltrúi Isavia, segir fyrirtækið hafa endurskoðað afstöðu sína til umræddrar auglýsingar og telur að efni hennar stangist á við stefnu fyrirtækisins í auglýsingamiðlun. „Félagið hefur óskað eftir að auglýsingin verði fjarlægð eða henni breytt á ásættanlegan hátt," segir Friðþór. „Það liggur ekki fyrir hvenær en skiltin verða fjarlægð ef ekkert verður að gert." sunna@frettabladid.is Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Isavia hefur farið fram á að Alþjóða dýraverndunarsamtök og Samtök hvalaskoðunarfélaga endurskoði auglýsingar sínar í Leifsstöð, ellegar verði þær fjarlægðar. Auglýsingarnar eru liður í átaki gegn neyslu á hvalkjöti og beint að ferðamönnum. Auglýsingarnar hafa hangið uppi frá mánaðamótum og voru samþykktar af markaðsdeild Isavia án nokkurra vandkvæða þegar þær voru settar upp, en samtökin voru með samning við Leifsstöð út sumarið. Sigursteinn Másson, talsmaður dýraverndunarsamtakanna, segist ekki trúa því að Isavia ætli sér að taka niður umsamdar auglýsingar vegna þess að þeim líki persónulega ekki boðskapurinn. „Það væri mjög alvarleg ritskoðun ef þeir munu fara í það að rífa niður samþykktar auglýsingar," segir Sigursteinn. „Þetta er mjög merkilegt. Mér finnst þetta lýsa sérstakri viðkvæmni hjá fyrirtækinu." Sigursteinn fékk símhringingu frá Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Isavia í gærmorgun, þar sem hann lagði til að Isavia færi í það með samtökunum að endurskoða auglýsingarnar, ellegar yrðu þær teknar niður. Hann segir samtökin aldrei hafa lent í neinu þessu líku. Hann færði lítil rök fyrir því, að sögn Sigursteins, sem óskaði eftir skriflegri umsögn. „En ég vil trúa því að tjáningarfrelsi og virðing gagnvart samningum sé aðeins meira virði heldur en þetta," segir Sigursteinn. „Við stöndum við samninginn og við gerum kröfu um að Leifsstöð geri slíkt hið sama." Gunnar Bergmann, formaður hrefnuveiðimanna, kvartaði vegna auglýsinganna til forsvarsmanna Isavia. Hann er mjög ósáttur við birtingarnar og segir þær áróður gegn hvalveiðum. „Það er til skammar fyrir ferðaþjónustuna að vera að ráðast með þessum hætti á eina atvinnugrein," segir Gunnar. „Menn ættu frekar að starfa saman með einhverjum hætti." Gunnar segir það rangt að birta auglýsingarnar í Leifsstöð sem er opinber bygging. Hann segist hafa fengið mörg símtöl þar sem fólk lýsir yfir hneykslun sinni á auglýsingunum. „Hvalveiðar hafa ekki skaðað ferðaþjónustuna með neinum hætti að mínu mati," segir hann. „Til að mynda hafa aldrei fleiri veitingahús boðið upp á hvalkjöt en nú í sumar og kúnnahópurinn er ferðamenn." Friðþór Eydal, starfandi upplýsingafulltrúi Isavia, segir fyrirtækið hafa endurskoðað afstöðu sína til umræddrar auglýsingar og telur að efni hennar stangist á við stefnu fyrirtækisins í auglýsingamiðlun. „Félagið hefur óskað eftir að auglýsingin verði fjarlægð eða henni breytt á ásættanlegan hátt," segir Friðþór. „Það liggur ekki fyrir hvenær en skiltin verða fjarlægð ef ekkert verður að gert." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira