Banna auglýsingar gegn áti á hvalkjöti 17. júní 2011 09:00 Skiltin í Leifsstöð eru talin stangast á við stefnu Isavia. Mynd/Isavia Isavia hefur farið fram á að Alþjóða dýraverndunarsamtök og Samtök hvalaskoðunarfélaga endurskoði auglýsingar sínar í Leifsstöð, ellegar verði þær fjarlægðar. Auglýsingarnar eru liður í átaki gegn neyslu á hvalkjöti og beint að ferðamönnum. Auglýsingarnar hafa hangið uppi frá mánaðamótum og voru samþykktar af markaðsdeild Isavia án nokkurra vandkvæða þegar þær voru settar upp, en samtökin voru með samning við Leifsstöð út sumarið. Sigursteinn Másson, talsmaður dýraverndunarsamtakanna, segist ekki trúa því að Isavia ætli sér að taka niður umsamdar auglýsingar vegna þess að þeim líki persónulega ekki boðskapurinn. „Það væri mjög alvarleg ritskoðun ef þeir munu fara í það að rífa niður samþykktar auglýsingar," segir Sigursteinn. „Þetta er mjög merkilegt. Mér finnst þetta lýsa sérstakri viðkvæmni hjá fyrirtækinu." Sigursteinn fékk símhringingu frá Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Isavia í gærmorgun, þar sem hann lagði til að Isavia færi í það með samtökunum að endurskoða auglýsingarnar, ellegar yrðu þær teknar niður. Hann segir samtökin aldrei hafa lent í neinu þessu líku. Hann færði lítil rök fyrir því, að sögn Sigursteins, sem óskaði eftir skriflegri umsögn. „En ég vil trúa því að tjáningarfrelsi og virðing gagnvart samningum sé aðeins meira virði heldur en þetta," segir Sigursteinn. „Við stöndum við samninginn og við gerum kröfu um að Leifsstöð geri slíkt hið sama." Gunnar Bergmann, formaður hrefnuveiðimanna, kvartaði vegna auglýsinganna til forsvarsmanna Isavia. Hann er mjög ósáttur við birtingarnar og segir þær áróður gegn hvalveiðum. „Það er til skammar fyrir ferðaþjónustuna að vera að ráðast með þessum hætti á eina atvinnugrein," segir Gunnar. „Menn ættu frekar að starfa saman með einhverjum hætti." Gunnar segir það rangt að birta auglýsingarnar í Leifsstöð sem er opinber bygging. Hann segist hafa fengið mörg símtöl þar sem fólk lýsir yfir hneykslun sinni á auglýsingunum. „Hvalveiðar hafa ekki skaðað ferðaþjónustuna með neinum hætti að mínu mati," segir hann. „Til að mynda hafa aldrei fleiri veitingahús boðið upp á hvalkjöt en nú í sumar og kúnnahópurinn er ferðamenn." Friðþór Eydal, starfandi upplýsingafulltrúi Isavia, segir fyrirtækið hafa endurskoðað afstöðu sína til umræddrar auglýsingar og telur að efni hennar stangist á við stefnu fyrirtækisins í auglýsingamiðlun. „Félagið hefur óskað eftir að auglýsingin verði fjarlægð eða henni breytt á ásættanlegan hátt," segir Friðþór. „Það liggur ekki fyrir hvenær en skiltin verða fjarlægð ef ekkert verður að gert." sunna@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Isavia hefur farið fram á að Alþjóða dýraverndunarsamtök og Samtök hvalaskoðunarfélaga endurskoði auglýsingar sínar í Leifsstöð, ellegar verði þær fjarlægðar. Auglýsingarnar eru liður í átaki gegn neyslu á hvalkjöti og beint að ferðamönnum. Auglýsingarnar hafa hangið uppi frá mánaðamótum og voru samþykktar af markaðsdeild Isavia án nokkurra vandkvæða þegar þær voru settar upp, en samtökin voru með samning við Leifsstöð út sumarið. Sigursteinn Másson, talsmaður dýraverndunarsamtakanna, segist ekki trúa því að Isavia ætli sér að taka niður umsamdar auglýsingar vegna þess að þeim líki persónulega ekki boðskapurinn. „Það væri mjög alvarleg ritskoðun ef þeir munu fara í það að rífa niður samþykktar auglýsingar," segir Sigursteinn. „Þetta er mjög merkilegt. Mér finnst þetta lýsa sérstakri viðkvæmni hjá fyrirtækinu." Sigursteinn fékk símhringingu frá Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Isavia í gærmorgun, þar sem hann lagði til að Isavia færi í það með samtökunum að endurskoða auglýsingarnar, ellegar yrðu þær teknar niður. Hann segir samtökin aldrei hafa lent í neinu þessu líku. Hann færði lítil rök fyrir því, að sögn Sigursteins, sem óskaði eftir skriflegri umsögn. „En ég vil trúa því að tjáningarfrelsi og virðing gagnvart samningum sé aðeins meira virði heldur en þetta," segir Sigursteinn. „Við stöndum við samninginn og við gerum kröfu um að Leifsstöð geri slíkt hið sama." Gunnar Bergmann, formaður hrefnuveiðimanna, kvartaði vegna auglýsinganna til forsvarsmanna Isavia. Hann er mjög ósáttur við birtingarnar og segir þær áróður gegn hvalveiðum. „Það er til skammar fyrir ferðaþjónustuna að vera að ráðast með þessum hætti á eina atvinnugrein," segir Gunnar. „Menn ættu frekar að starfa saman með einhverjum hætti." Gunnar segir það rangt að birta auglýsingarnar í Leifsstöð sem er opinber bygging. Hann segist hafa fengið mörg símtöl þar sem fólk lýsir yfir hneykslun sinni á auglýsingunum. „Hvalveiðar hafa ekki skaðað ferðaþjónustuna með neinum hætti að mínu mati," segir hann. „Til að mynda hafa aldrei fleiri veitingahús boðið upp á hvalkjöt en nú í sumar og kúnnahópurinn er ferðamenn." Friðþór Eydal, starfandi upplýsingafulltrúi Isavia, segir fyrirtækið hafa endurskoðað afstöðu sína til umræddrar auglýsingar og telur að efni hennar stangist á við stefnu fyrirtækisins í auglýsingamiðlun. „Félagið hefur óskað eftir að auglýsingin verði fjarlægð eða henni breytt á ásættanlegan hátt," segir Friðþór. „Það liggur ekki fyrir hvenær en skiltin verða fjarlægð ef ekkert verður að gert." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira