Ljósmyndin ræður ríkjum 16. júní 2011 07:00 Femke van der Welk, fulltrúi World Press Photo segir ljósmyndina aldrei hafa verið jafn útbreidda og nú. Á hinn bóginn sé orðið erfiðara fyrir ljósmyndara að fá styrki fyrir verkefni sem taki lengri tíma; allt þurfi að gerast hratt og strax. Fréttablaðið/Stefán Ljósmyndasýningin World Press Photo verður opnuð í Kringlunni í dag. Þar verða til sýnis verðlaunamyndir í þessari viðamestu fréttaljósmyndakeppni heims. Ljósmyndasýningar World Press Photo (WPP) hafa verið árlegur viðburður á Íslandi síðan 1984, að síðastliðnum tveimur árum undanskildum. WPP stendur að viðamestu fréttaljósmyndasamkeppni heims á hverju ári. Alls sendi 5.691 ljósmyndari frá 125 löndum 108.059 myndir í keppnina í ár. Dómnefnd skipuð atvinnuljósmyndurum velur bestu myndirnar sem sýndar eru á sýningum á borð við þá í Kringlunni víðs vegar um heim. „Það mæðir mikið á dómnefndinni, eins og þú getur rétt ímyndað þér," segir Femke van der Valk, fulltrúi WPP, sem er á Íslandi í tilefni af sýningunni sem opnar í Kringlunni klukkan 17.30 í dag. WPP eru sjálfstæð samtök sem voru stofnuð í Hollandi 1955 með það að markmiði að styðja við og kynna störf fréttaljósmyndara á alþjóðlegum vettvangi. Spurð út í stöðu fréttaljósmyndunar segir van der Valk ýmsa kosti og galla. „Myndin hefur aldrei verið jafn útbreidd og nú til dags; ljósmyndir og myndbönd eru ráðandi miðlar á 21. öldinni. Að því leyti er staða fréttaljósmyndunar sterk. Á hinn bóginn lifum við á tíma hraða og tímaskorts. Það er erfiðara að fá styrki til verkefna sem taka langan tíma á sviði fréttaljósmyndunar en fyrir nokkrum árum. Að sama skappi eru ótrúlega margir skapandi ljósmyndarar að störfum í dag, eins og sýningin ber vitni um." Jón Gnarr borgarstjóri opnar sýninguna í Kringlunni formlega klukkan 17.30 í dag. Canon og TNT kosta World Press Photo um allan heim. Að sýningunni hér á landi standa Kringlan, Fréttablaðið, Nýherji og auglýsingastofan Jónsson & Le'macks. Í tengslum við WPPefna Nýherji, Kringlan og Blaðaljósmyndarafélag Íslands til ljósmyndasamkeppni fyrir íslenska blaðaljósmyndara. Nánari upplýsingar á www.pressphoto.is. bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Ljósmyndasýningin World Press Photo verður opnuð í Kringlunni í dag. Þar verða til sýnis verðlaunamyndir í þessari viðamestu fréttaljósmyndakeppni heims. Ljósmyndasýningar World Press Photo (WPP) hafa verið árlegur viðburður á Íslandi síðan 1984, að síðastliðnum tveimur árum undanskildum. WPP stendur að viðamestu fréttaljósmyndasamkeppni heims á hverju ári. Alls sendi 5.691 ljósmyndari frá 125 löndum 108.059 myndir í keppnina í ár. Dómnefnd skipuð atvinnuljósmyndurum velur bestu myndirnar sem sýndar eru á sýningum á borð við þá í Kringlunni víðs vegar um heim. „Það mæðir mikið á dómnefndinni, eins og þú getur rétt ímyndað þér," segir Femke van der Valk, fulltrúi WPP, sem er á Íslandi í tilefni af sýningunni sem opnar í Kringlunni klukkan 17.30 í dag. WPP eru sjálfstæð samtök sem voru stofnuð í Hollandi 1955 með það að markmiði að styðja við og kynna störf fréttaljósmyndara á alþjóðlegum vettvangi. Spurð út í stöðu fréttaljósmyndunar segir van der Valk ýmsa kosti og galla. „Myndin hefur aldrei verið jafn útbreidd og nú til dags; ljósmyndir og myndbönd eru ráðandi miðlar á 21. öldinni. Að því leyti er staða fréttaljósmyndunar sterk. Á hinn bóginn lifum við á tíma hraða og tímaskorts. Það er erfiðara að fá styrki til verkefna sem taka langan tíma á sviði fréttaljósmyndunar en fyrir nokkrum árum. Að sama skappi eru ótrúlega margir skapandi ljósmyndarar að störfum í dag, eins og sýningin ber vitni um." Jón Gnarr borgarstjóri opnar sýninguna í Kringlunni formlega klukkan 17.30 í dag. Canon og TNT kosta World Press Photo um allan heim. Að sýningunni hér á landi standa Kringlan, Fréttablaðið, Nýherji og auglýsingastofan Jónsson & Le'macks. Í tengslum við WPPefna Nýherji, Kringlan og Blaðaljósmyndarafélag Íslands til ljósmyndasamkeppni fyrir íslenska blaðaljósmyndara. Nánari upplýsingar á www.pressphoto.is. bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent