Tékknesk stjórnvöld hafa hætt samstarfi við Bandaríkin um uppsetningu geimvarna í Tékklandi, einkum vegna ágreinings um hve stórt hlutverk Tékkar eigi að hafa.
„Hugmyndir okkar um þátttöku í framtíðinni eru litríkari en svo, að í þeim sé aðeins gert ráð fyrir einu eða tveimur herbergjum með nokkrum tölvuskjám,“ sagði Alexander Vondra, varnarmálaráðherra Tékklands.
„Við gætum komið aftur að borðinu seinna meir, en það er of snemmt að tala um það núna.“- gb
Ósáttir við flugskeytavarnir
