Lífið

Gunni Hans fer bakdyramegin á Grímuna

Gunnar Hansson.
Gunnar Hansson.
„Ef það kemur eitthvað fyndið þá verður það soðið saman á staðnum. Við erum ekkert plana það. Við erum auðvitað bara fengin til að sjá um þetta vegna vitsmuna okkar og út af því hversu glæsileg við erum," segir Gunnar Hansson leikari.

Gunnar og Katla Margrét Þorgeirsdóttir verða kynnar á leikhúsverðlaununum Grímunni sem afhent verða í Borgarleikhúsinu en sýnt verður frá athöfninni í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi annað kvöld.

Gunnar er nú á RÚV með golfþætti sína og Katla Margrét var síðast einn af stjórnendum Hringekjunnar á sömu stöð en sjónvarpsmaðurinn segir það ekkert tiltökumál. „Ég er náttúrulega að harka og tek bara þau verkefni sem mér bjóðast. Ég hugsaði nú ekkert út í það að þetta væri að skarast eitthvað. Ég á góða vini á mörgum stöðum."

Katla Margrét.
Gunnar telur kynnishlutverkið vera eina möguleika hans á að komast í tæri við Grímuna eins og sakir standi í dag, hann hafi jú ekki staðið á leiksviði í þrjú ár. „Með þessu kemst ég bakdyramegin inn og get baðað mig í ljóma verðlaunanna."

Hann treystir sér hins vegar ekki til að segja um hvor verðlaunin séu stærri í hugum leikara; Eddan eða Gríman, úrvalið sé meira í Grímunni en þar standa til boða 77 verk miðað við kannski 5 kvikmyndir. „Annars eru leikarar svo „hógværir" að þeim þykir bara voðalega gott og gaman þegar þeir fá klapp á bakið eða bara einhvers konar verðlaun."- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.