Lífið

Nilli leikstýrir Gísla Erni í stuttmynd um fíkniefni

Níels Thibaud Girerd, eða Nilli, leikstýrir sinni fyrstu stuttmynd í sumar. Með aðalhlutverkið fer Gísli Örn Garðarsson.
Níels Thibaud Girerd, eða Nilli, leikstýrir sinni fyrstu stuttmynd í sumar. Með aðalhlutverkið fer Gísli Örn Garðarsson.
„Myndin fjallar um fíkniefnaneytanda og hugarheim hans,“ segir Níels Thibaud Girerd, betur þekktur sem Nilli, en hann leikstýrir sinni fyrstu stuttmynd í sumar.

Nilla ættu einhverjir að kannast við, en hann er maðurinn á bak við frasann: „Sælir, Nilli, og ég var að banga chicks.“ Frasann rappaði hann óvænt fyrir tökuvélar mbl-sjónvarpsins í fyrra, þegar Iceland Airwaves-hátíðin stóð sem hæst. Í kjölfarið fékk hann sinn eigin þátt á mbl.is sem notið hefur mikilla vinsælda, en þar tekur hann einlæg viðtöl við marga þjóðþekkta Íslendinga.

Með aðalhlutverk stuttmyndarinnar fer enginn annar en stórleikarinn Gísli Örn Garðarsson sem nýlega lék í Hollywood-myndinni Prince of Persia. Nilli segir að hann hafi tekið vel í hugmyndina. „Gísla leist vel á þetta allt saman, enda algjör toppnáungi.“

Nilli er bæði leikstjóri og höfundur myndarinnar, en vinur hans, Daníel Gylfason, aðstoðaði við handritsgerð og verður aðstoðarleikstjóri. „Hugmyndin að myndinni er búin að blunda í mér síðan í janúar. Þetta er kannski ófrumlegt efni, en ég ætla að gera mitt besta til þess að gera myndina skemmtilega og góða,“ segir Nilli, sem er nýkominn í sumarfrí og getur því farið að huga að tökum með Gísla. „Ég ákvað að klára önnina mína í MH og kýla svo á þetta.“

kristjana@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.