Lífið

Opnar English Pub í Hafnarfirði

Arnar Þór Gíslason, eigandi English Pub í Austurstræti, stendur í framkvæmdum en hann ætlar að opna sama pöbb í Flatahrauni í Hafnarfirði. Fréttablaðið/Valli
Arnar Þór Gíslason, eigandi English Pub í Austurstræti, stendur í framkvæmdum en hann ætlar að opna sama pöbb í Flatahrauni í Hafnarfirði. Fréttablaðið/Valli
„Það var kominn tími á að gera eitthvað almennilegt fyrir Hafnfirðinga,“ segir Arnar Þór Gíslason, eigandi English Pub í Austurstræti.

Um miðjan júlí opnar hann sama pöbb í Flatahrauninu í Hafnarfirði. Hann segir útlit og stærð staðarins vera svipað þeim stöðum sem finna má í miðbæ Reykjavíkur. „Okkur finnst að þeir sem búa í Hafnarfirði og nágrenni megi njóta þess að spara sér tíu þúsund krónur í leigubíl fram og til baka og koma frekar á pöbbinn til okkar.“

Arnar Þór rekur þrjá skemmtistaði í miðbæ Reykjavíkur, English Pub, Dönsku krána og Café Oliver, en hann hlakkar mikið til þess að fá alvöru pöbb í heimabæinn sinn. „Það hefur nokkrum sinnum verið reynt að opna pöbb hér í Hafnarfirði en ekki alltaf gert með heilum hug. Það eru komin rúm þrjú ár síðan ég opnaði English Pub í bænum og kúnnarnir eru duglegir að láta mann vita ef þeir vilja sjá breytingar eða nýjungar. Maður reynir þá að koma til móts við þær,“ segir Arnar Þór, en fleiri ástæður liggja þó að baki opnunarinnar. „Konan mín er að fara að fæða hérna í heita pottinum í þessum töluðu orðum svo það er nýr Gaflari á leiðinni. Við erum harðir Hafnfirðingar,“ segir Arnar Þór, verðandi faðir og bareigandi. - ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.