Innlent

Vengerov og Pires í Eldborg

Harpa Vengerov og Pires munu stíga á svið í Eldborg í júlí.Fréttablaðið/Valli
Harpa Vengerov og Pires munu stíga á svið í Eldborg í júlí.Fréttablaðið/Valli
Fiðluleikarinn heimsfrægi Maxim Vengerov og píanóleikarinn Maria Joao Pires munu koma fram saman á tónleikum í Hörpu þann 8. júlí næstkomandi ásamt St. Christopher hljómsveitinni frá Vilníus.

„Þetta verður að teljast mikill viðburður því þarna leiða saman hesta sína einhverjir tveir virtustu tónlistarmenn samtímans,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu. Hún segir þetta vera menningarviðburð á heimsmælikvarða og búast megi við því að nokkur fjöldi útlendinga komi hingað til lands gagngert til að fara á tónleikana.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×