Innlent

Tonni landað fram hjá vigt

Þorskur Úr löndunarbala í Reykjavík, en aflinn var þorskur, skötuselur og karfi. Fréttablaðið/Gva
Þorskur Úr löndunarbala í Reykjavík, en aflinn var þorskur, skötuselur og karfi. Fréttablaðið/Gva
Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla.

Annar mannanna er ákærður fyrir að hafa farið með rúmlega tonn af skötusel í tveimur fiskikörum fram hjá hafnarvog án þess að láta vigta aflann sem var úr skipinu Svölu Dís KE29. Í húsnæði Slægingarþjónustu Suðurnesja skildi hann 575 kíló eftir en lét síðan vigta afganginn.

Skipstjóri skipsins er ákærður fyrir að hafa ekki tryggt að ofangreindur afli færi á hafnarvogina í Sandgerðishöfn. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×