ESB er í senn betra og mun verra en EES 14. júní 2011 05:00 Á þingi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lagði fram fyrirspurn um EES og Össur hélt því fram að Ögmundur teldi ESB skárri kost en EES. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur nokkur sannindi í því að aðild að Evrópusambandinu sé skárri en EES-samstarfið ef einblínt er á þá aðkomu að upplýsingum og að ákvarðanatöku, sem í fyrri kostinum felst. „En sé litið til grundvallarhagsmuna þjóðarinnar, auðlindanna og þá sérstaklega sjávarauðlindarinnar, og möguleika okkar á að skipuleggja landbúnaðinn og þjóðfélagið almennt, þá setur ESB okkur miklu þrengri skorður en EES. Ég er mjög andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu og í vaxandi mæli með efasemdir um EES, ekki síst vegna þess hve miklar hömlur samningurinn setur á lýðræðið og möguleika okkar til að stýra okkar nærumhverfi," segir hann. Ögmundur leggur þó ekki til að Ísland hætti í EES. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hélt því fram á þingi á miðvikudag að Ögmundur teldi ESB skárri kost en EES, þegar Össur ræddi þessi mál í framhaldi af fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingmanni. Þorgerður hafði spurt hvort Össur vildi gera ítarlega úttekt á EES-samningnum eins og Norðmenn. Össur neitaði því, enda hefðu Íslendingar ákveðið að „sneiða hjá ágöllum EES-samningsins" með öðrum hætti en Norðmenn, nefnilega með því að sækja um aðild að ESB. Þá væri ekki langt síðan skýrsla hefði verið gerð um stöðu Íslands í Evrópu, þar sem fjallað var um galla EES. „Þeir [ágallar] eru enn í fullu gildi," sagði Össur. Utanríkisráðherra telur þó að þingmenn eigi að styrkja stöðu Íslands innan EES eins og hægt er, þrátt fyrir aðildarumsóknina, og benti á að Evrópuþingið er orðið að mun öflugri stofnun en það var í árdaga EES. „Þingflokkarnir [gætu] haft ákveðna aðkomu að Evrópuþinginu, svipað og Norðmenn, með því að hafa þar skrifstofu. Norðmenn hafa þar tugi manna í dag en við engan," segir hann. Flokkarnir ættu líka að þiggja boð evrópskra flokka um seturétt í flokkahópunum í Brussel. „Ég tel að ef það kæmi eitthvert mál sem væri andstætt hagsmunum Íslands myndu allir íslensku flokkarnir hafa sameiginlega afstöðu í því máli," segir Össur. klemens@frettabladid.is Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur nokkur sannindi í því að aðild að Evrópusambandinu sé skárri en EES-samstarfið ef einblínt er á þá aðkomu að upplýsingum og að ákvarðanatöku, sem í fyrri kostinum felst. „En sé litið til grundvallarhagsmuna þjóðarinnar, auðlindanna og þá sérstaklega sjávarauðlindarinnar, og möguleika okkar á að skipuleggja landbúnaðinn og þjóðfélagið almennt, þá setur ESB okkur miklu þrengri skorður en EES. Ég er mjög andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu og í vaxandi mæli með efasemdir um EES, ekki síst vegna þess hve miklar hömlur samningurinn setur á lýðræðið og möguleika okkar til að stýra okkar nærumhverfi," segir hann. Ögmundur leggur þó ekki til að Ísland hætti í EES. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hélt því fram á þingi á miðvikudag að Ögmundur teldi ESB skárri kost en EES, þegar Össur ræddi þessi mál í framhaldi af fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingmanni. Þorgerður hafði spurt hvort Össur vildi gera ítarlega úttekt á EES-samningnum eins og Norðmenn. Össur neitaði því, enda hefðu Íslendingar ákveðið að „sneiða hjá ágöllum EES-samningsins" með öðrum hætti en Norðmenn, nefnilega með því að sækja um aðild að ESB. Þá væri ekki langt síðan skýrsla hefði verið gerð um stöðu Íslands í Evrópu, þar sem fjallað var um galla EES. „Þeir [ágallar] eru enn í fullu gildi," sagði Össur. Utanríkisráðherra telur þó að þingmenn eigi að styrkja stöðu Íslands innan EES eins og hægt er, þrátt fyrir aðildarumsóknina, og benti á að Evrópuþingið er orðið að mun öflugri stofnun en það var í árdaga EES. „Þingflokkarnir [gætu] haft ákveðna aðkomu að Evrópuþinginu, svipað og Norðmenn, með því að hafa þar skrifstofu. Norðmenn hafa þar tugi manna í dag en við engan," segir hann. Flokkarnir ættu líka að þiggja boð evrópskra flokka um seturétt í flokkahópunum í Brussel. „Ég tel að ef það kæmi eitthvert mál sem væri andstætt hagsmunum Íslands myndu allir íslensku flokkarnir hafa sameiginlega afstöðu í því máli," segir Össur. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira