ESB er í senn betra og mun verra en EES 14. júní 2011 05:00 Á þingi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lagði fram fyrirspurn um EES og Össur hélt því fram að Ögmundur teldi ESB skárri kost en EES. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur nokkur sannindi í því að aðild að Evrópusambandinu sé skárri en EES-samstarfið ef einblínt er á þá aðkomu að upplýsingum og að ákvarðanatöku, sem í fyrri kostinum felst. „En sé litið til grundvallarhagsmuna þjóðarinnar, auðlindanna og þá sérstaklega sjávarauðlindarinnar, og möguleika okkar á að skipuleggja landbúnaðinn og þjóðfélagið almennt, þá setur ESB okkur miklu þrengri skorður en EES. Ég er mjög andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu og í vaxandi mæli með efasemdir um EES, ekki síst vegna þess hve miklar hömlur samningurinn setur á lýðræðið og möguleika okkar til að stýra okkar nærumhverfi," segir hann. Ögmundur leggur þó ekki til að Ísland hætti í EES. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hélt því fram á þingi á miðvikudag að Ögmundur teldi ESB skárri kost en EES, þegar Össur ræddi þessi mál í framhaldi af fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingmanni. Þorgerður hafði spurt hvort Össur vildi gera ítarlega úttekt á EES-samningnum eins og Norðmenn. Össur neitaði því, enda hefðu Íslendingar ákveðið að „sneiða hjá ágöllum EES-samningsins" með öðrum hætti en Norðmenn, nefnilega með því að sækja um aðild að ESB. Þá væri ekki langt síðan skýrsla hefði verið gerð um stöðu Íslands í Evrópu, þar sem fjallað var um galla EES. „Þeir [ágallar] eru enn í fullu gildi," sagði Össur. Utanríkisráðherra telur þó að þingmenn eigi að styrkja stöðu Íslands innan EES eins og hægt er, þrátt fyrir aðildarumsóknina, og benti á að Evrópuþingið er orðið að mun öflugri stofnun en það var í árdaga EES. „Þingflokkarnir [gætu] haft ákveðna aðkomu að Evrópuþinginu, svipað og Norðmenn, með því að hafa þar skrifstofu. Norðmenn hafa þar tugi manna í dag en við engan," segir hann. Flokkarnir ættu líka að þiggja boð evrópskra flokka um seturétt í flokkahópunum í Brussel. „Ég tel að ef það kæmi eitthvert mál sem væri andstætt hagsmunum Íslands myndu allir íslensku flokkarnir hafa sameiginlega afstöðu í því máli," segir Össur. klemens@frettabladid.is Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur nokkur sannindi í því að aðild að Evrópusambandinu sé skárri en EES-samstarfið ef einblínt er á þá aðkomu að upplýsingum og að ákvarðanatöku, sem í fyrri kostinum felst. „En sé litið til grundvallarhagsmuna þjóðarinnar, auðlindanna og þá sérstaklega sjávarauðlindarinnar, og möguleika okkar á að skipuleggja landbúnaðinn og þjóðfélagið almennt, þá setur ESB okkur miklu þrengri skorður en EES. Ég er mjög andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu og í vaxandi mæli með efasemdir um EES, ekki síst vegna þess hve miklar hömlur samningurinn setur á lýðræðið og möguleika okkar til að stýra okkar nærumhverfi," segir hann. Ögmundur leggur þó ekki til að Ísland hætti í EES. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hélt því fram á þingi á miðvikudag að Ögmundur teldi ESB skárri kost en EES, þegar Össur ræddi þessi mál í framhaldi af fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingmanni. Þorgerður hafði spurt hvort Össur vildi gera ítarlega úttekt á EES-samningnum eins og Norðmenn. Össur neitaði því, enda hefðu Íslendingar ákveðið að „sneiða hjá ágöllum EES-samningsins" með öðrum hætti en Norðmenn, nefnilega með því að sækja um aðild að ESB. Þá væri ekki langt síðan skýrsla hefði verið gerð um stöðu Íslands í Evrópu, þar sem fjallað var um galla EES. „Þeir [ágallar] eru enn í fullu gildi," sagði Össur. Utanríkisráðherra telur þó að þingmenn eigi að styrkja stöðu Íslands innan EES eins og hægt er, þrátt fyrir aðildarumsóknina, og benti á að Evrópuþingið er orðið að mun öflugri stofnun en það var í árdaga EES. „Þingflokkarnir [gætu] haft ákveðna aðkomu að Evrópuþinginu, svipað og Norðmenn, með því að hafa þar skrifstofu. Norðmenn hafa þar tugi manna í dag en við engan," segir hann. Flokkarnir ættu líka að þiggja boð evrópskra flokka um seturétt í flokkahópunum í Brussel. „Ég tel að ef það kæmi eitthvert mál sem væri andstætt hagsmunum Íslands myndu allir íslensku flokkarnir hafa sameiginlega afstöðu í því máli," segir Össur. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira