Lífið

Pippa vildi verða módel

Pippa Middleton reyndi fyrir sér sem fyrirsæta á háskólaárum sínum í Edinborg.
Pippa Middleton reyndi fyrir sér sem fyrirsæta á háskólaárum sínum í Edinborg.
Pippa Middleton reyndi fyrir sér sem fyrirsæta þegar hún var við nám í Edinborgar-háskólanum. Hún kom fram á svipaðri góðgerðasýningu og systir hennar gerði þegar hún fangaði hug og hjarta Vilhjálms Bretaprins.

Það er staðarblaðið Edinborg Evening News sem greinir frá þessu. Þar kemur fram að Pippa hafi á tískusýningunni klætt sig í föt eftir hönnuði á borð við Vivienne Westwood og Jean-Paul Gaultier.

„Um leið og Pippa kom til Edinborgar var flestum ljóst að hún ætlaði að leita að rétta félagsskapnum,“ hefur Edinborgar-blaðið eftir heimildarmanni sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.