Bloggarar ráða ekki hvað er í sjónvarpinu 11. júní 2011 11:00 Gestur Valur Svansson, leikstjóri Tríós, hefur fengið góð viðbrögð við þáttunum. Á Facebook voru hins vegar margir ekki nógu ánægðir. Mynd/GVA „Ég er mjög sáttur við útkomuna," segir Gestur Valur Svansson, leikstjóri gamanþáttanna Tríó sem voru frumsýndir á RÚV á fimmtudagskvöld. Tríó virðist ætla að vekja misjöfn viðbrögð hjá almenningi. Á fréttablogginu Fréttir af Facebook á Eyjunni voru tekin saman neikvæð ummæli úr ýmsum áttum í kjölfar frumsýningar þáttarins. Kvikmyndagerðarmaðurinn Gagga Jónsdóttir bað RÚV til dæmis um að endurgreiða sér afnotagjöldin með millifærslu. Á RÚV hafði hins vegar ein kvörtun borist samkvæmt Sigrúnu Stefánsdóttur dagskrárstjóra. „Það hringdi ein kona. Hún var að kvarta undan bíómyndum almennt og Tríói líka," segir hún. Ertu ánægð með þáttinn? „Ja, svona efni er ekki akkúrat uppáhaldsefnið mitt. Ég get ekki miðað við að ég sé týpískur áhorfandi." En kom til greina að taka þáttinn af dagskrá vegna harðra viðbragða á netinu? „Nei, ég held ég láti ekki þessa 300 sem blogga eins og vitleysingar á kvöldin ráða hvað er í sjónvarpinu. Ég læt ekki Facebook stjórna dagskránni hérna," segir Sigrún. Leikstjórinn Gestur Valur fékk frábær viðbrögð við fyrsta þætti Tríós. „Ég er virkilega ánægður með það — ég held að það hafi verið 114 SMS í símanum í morgun," segir hann. Gestur segist ekki hafa orðið var við þau slæmu viðbrögð sem Eyjan bendir á en hvetur fólk til að halda áfram að fylgjast með. „Þetta er bara byrjunin. Það er alltaf tæknilega erfitt að gera fyrsta þáttinn, maður þarf að kynna inn persónurnar og vera grípandi svo fólk vilji sjá meira," segir hann. „Mér finnst það hafa tekist og er nokkuð sáttur. Þættirnir verða betri og betri." - afb Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
„Ég er mjög sáttur við útkomuna," segir Gestur Valur Svansson, leikstjóri gamanþáttanna Tríó sem voru frumsýndir á RÚV á fimmtudagskvöld. Tríó virðist ætla að vekja misjöfn viðbrögð hjá almenningi. Á fréttablogginu Fréttir af Facebook á Eyjunni voru tekin saman neikvæð ummæli úr ýmsum áttum í kjölfar frumsýningar þáttarins. Kvikmyndagerðarmaðurinn Gagga Jónsdóttir bað RÚV til dæmis um að endurgreiða sér afnotagjöldin með millifærslu. Á RÚV hafði hins vegar ein kvörtun borist samkvæmt Sigrúnu Stefánsdóttur dagskrárstjóra. „Það hringdi ein kona. Hún var að kvarta undan bíómyndum almennt og Tríói líka," segir hún. Ertu ánægð með þáttinn? „Ja, svona efni er ekki akkúrat uppáhaldsefnið mitt. Ég get ekki miðað við að ég sé týpískur áhorfandi." En kom til greina að taka þáttinn af dagskrá vegna harðra viðbragða á netinu? „Nei, ég held ég láti ekki þessa 300 sem blogga eins og vitleysingar á kvöldin ráða hvað er í sjónvarpinu. Ég læt ekki Facebook stjórna dagskránni hérna," segir Sigrún. Leikstjórinn Gestur Valur fékk frábær viðbrögð við fyrsta þætti Tríós. „Ég er virkilega ánægður með það — ég held að það hafi verið 114 SMS í símanum í morgun," segir hann. Gestur segist ekki hafa orðið var við þau slæmu viðbrögð sem Eyjan bendir á en hvetur fólk til að halda áfram að fylgjast með. „Þetta er bara byrjunin. Það er alltaf tæknilega erfitt að gera fyrsta þáttinn, maður þarf að kynna inn persónurnar og vera grípandi svo fólk vilji sjá meira," segir hann. „Mér finnst það hafa tekist og er nokkuð sáttur. Þættirnir verða betri og betri." - afb
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira