Lífið

J-Lo baðaði sig upp úr hænsnablóði

Nordicphotos/Getty
Jennifer Lopez giftist þjóninum Ojani Noa í byrjun árs 1997 og entist hjónabandið í heilt ár. Eiginmaðurinn hefur þó ekki alveg horfið úr lífi Lopez því hann veitir enn viðtöl um tíma þeirra saman.

Í nýlegu sjónvarpsviðtali sakar Noa söngkonuna um að hafa haldið ítrekað framhjá honum og í tilraun til að bjarga hjónabandinu hafi þau leitað ráða hjá göldróttri ömmu hans. „Við tókum þátt í fórnarathöfn þar sem Jennifer var böðuð upp úr hænsnablóði til þess að hreinsa burtu syndir hennar. Á eftir var hún böðuð upp úr vígðu vatni og nudduð með hreinsandi jurtum. Á meðan bað amma mín guðina um að bjarga hjónabandi okkar,“ sagði Noa.

Dýrafórnir eru algengur hluti af santería, heiðinni trú sem er stunduð í Púertó Ríkó en þaðan koma foreldrar Lopez. Söngkonan hefur þó neitað að hafa nokkru sinni stundað santería.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.