Lífið

Ánægð með Clooney

Elisabetta Canalis segist lifa í ævintýri, þökk sé George Clooney.
nordicphotos/getty
Elisabetta Canalis segist lifa í ævintýri, þökk sé George Clooney. nordicphotos/getty
Elisabetta Canalis segist vera afskaplega hamingjusöm með leikaranum George Clooney og að ekkert sé hæft í sögusögnum um sambandsslit þeirra.

„Ég trúi á hjónaband og í framtíðinni vil ég gifta mig, en ég er hamingjusöm með samband mitt eins og það er núna. Þökk sé kærasta mínum lifi ég í ævintýri og við látum okkur aldrei leiðast saman,“ sagði hin ítalska Canalis í viðtali við tímaritið Chi.

Innt eftir því hvort hún gæti hugsað sér að eignast börn í nánustu framtíð segist hún ekki hafa fundið fyrir móðureðlinu hjá sér. „En þegar það kemur verður það líklega líkast eldingu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.