Lífið

Allt í lagi með Groban

Veikur Josh Groban fékk matareitrun en sýndi af sér fádæma hörku og mætti til leiks degi seinna.
Veikur Josh Groban fékk matareitrun en sýndi af sér fádæma hörku og mætti til leiks degi seinna.
Það fór um marga aðdáendur Josh Groban þegar hann frestaði tónleikum sínum í Suður-Karólínu á þriðjudag. Í ljós kom að Groban hafði fengið heiftarlega matareitrun en söngvarinn sýndi af sér fádæma hörku og mætti strax aftur til leiks degi seinna í Duluth í Georgiu.

Groban, sem hefur haldið tónleika hér á Íslandi, upplýsti áhorfendur í Duluth um að hans hefðu beðið handskrifuð skilaboð frá bandarísku súperstjörnunni Katy Perry inni í búningsherbergi í Duluth. Perry hafði verið að spila á sama stað kvöldið áður. Groban birti mynd af skilaboðunum, sem voru frekar einföld: „Hæ J.G. Gangi þér vel. K.P.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.