Lífið

Gera innrás í útvarpið

Stelpur í útvarpið Systurnar Þóra og Kristín Tómasdætur verða með útvarpsþáttinn Sokkabandið á Rás 2 í sumar, en þar verður einblínt á uppátækjasamar stúlkur.
Stelpur í útvarpið Systurnar Þóra og Kristín Tómasdætur verða með útvarpsþáttinn Sokkabandið á Rás 2 í sumar, en þar verður einblínt á uppátækjasamar stúlkur.
„Þetta verður þáttur um uppátækjasamar stelpur sem hafa skoðanir og eru að gera áhugaverða hluti," segir blaðamaðurinn Þóra Tómasdóttir, en 20. júní næstkomandi hefur þátturinn Sokkabandið göngu sína á Rás 2 í umsjón systranna Þóru og Kristínar.

„Það má eiginlega segja að við séum að gera innrás í útvarpið. Við bárum hugmyndina undir Sigrúnu (Stefánsdóttur, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins, innsk. blm.) því okkur fannst vanta svona þátt. Sigrún hafði keypt bókina okkar og tók strax vel í þetta," segir Þóra, en þær systur gáfur í fyrra út Bók fyrir forvitnar stelpur sem vakti mikla lukku.

Þóra segir samstarf systranna bæði geta verið frábært og skelfilegt. „Ég held að allir sem eiga systkini á svipuðum aldri viti hvað ég er að tala um. Við erum með svipaðar skoðanir og erum ákafar en sömuleiðis mjög ólíkar."

Systurnar ætla að fjalla um framtaksamar konur í Sokkabandinu og er fyrsti þátturinn þegar tilbúinn. Viðmælendur eru úr öllum áttum, allt frá skylmingakonum til rithöfunda. „Ég ætla ekki að gefa of mikið uppi um fyrsta þáttinn en ég hvet fólk með skoðanir á tískubloggi að sperra eyrun í fyrsta þætti. Þó að hann sé ekki enn þá farinn í loftið hefur einn virtasti tískubloggari landsins þegar sent okkur tóninn," segir Þóra leyndardómsfull.- áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.