Lífið

Tónleikar á Yankee-leikvangi

Duglegur Paul McCartney hefur veruð duglegur við að ferðast um heiminn undanfarin ár og er á leiðinni í enn eitt ferðalagið.
Duglegur Paul McCartney hefur veruð duglegur við að ferðast um heiminn undanfarin ár og er á leiðinni í enn eitt ferðalagið.
Bítillinn Paul McCartney er enn og aftur á leiðinni í tónleikaferðalag um heiminn og hyggst koma fram á Yankee-leikvanginum í New York 15. júlí. Verða þetta fyrstu tónleikar McCartney á þessum sögufræga leikvangi sem er í Bronx-hverfinu.

Miðasala er þegar hafin og í tilkynningu frá Live Nation, sem sér um tónleikana, kemur fram að aðdáendur megi búast við þriggja tíma tónleikum. „Lögin sem hann spilar eru þau bestu og dáðustu í heiminum, enda er ferill hans ótrúlegur,“

Almennt miðaverð er frá 4.000 upp í 34.000 íslenskar krónur, miðað við gengið í dag. Hægt er að kaupa sérstaka VIP-miða, en verðið á þeim er ekki gefið upp á vefsíðu Pauls McCartney.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.