Lífið

Hætta að selja hrossapylsur fyrir Morrissey

kjöt er morð Morrissey hefur lengi barist gegn kjötáti, en árið 1985 gaf hljómsveit hans The Smiths út plötuna Meat Is Murder.
kjöt er morð Morrissey hefur lengi barist gegn kjötáti, en árið 1985 gaf hljómsveit hans The Smiths út plötuna Meat Is Murder.
Belgísk tónlistarhátíð sem er fræg fyrir hrossakjötspylsur hyggst hætta sölu á pylsunum í einn dag til að geðjast tónlistarmanninum Morrissey.

Tónlistarhátíðin Lokerse Feesten gerir það til að gulltryggja að hinn sérvitri Morrissey komi fram á hátíðinni, en hann er harður baráttumaður gegn kjötáti. Frægt var þegar hann gekk af sviði Coachella-hátíðarinnar árið 2009 þegar hann fann lykt af grilluðu kjöti. Hann steig reyndar aftur á svið skömmu síðar, en tilkynnti þá að hann óskaði þess að fólk væri á grillinu en ekki dýr.

Lokerse Feesten hefst í byrjun ágúst og stendur í tíu daga og telja skipuleggjendur að það borgi sig að hætta kjötsölu daginn sem Morrissey kemur fram, þrátt fyrir að forsprakkarnir stæri sig af góðu úrvali af pylsum og sniglum á vefsíðu hátíðarinnar. Aðeins grænmetisréttir verða því í boði á hátíðinni 4. ágúst, daginn sem Morrissey stígur á svið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.