Lífið

Leikstýrir þriðja Skaupinu í röð

Gunnar hefur leikstýrt tveimur síðustu Áramótaskaupum og leikstýrir því þriðja í ár.Fréttablaðið/gva
Gunnar hefur leikstýrt tveimur síðustu Áramótaskaupum og leikstýrir því þriðja í ár.Fréttablaðið/gva
„Ég er að fara að taka þetta að mér. Það er ekki búið að ákveða neitt annað,“ segir leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson.

Gunnar hefur tekið að sér að leikstýra Áramótaskaupi Sjónvarpsins, þriðja árið í röð. Hann fær því einstakt tækifæri til að loka þríleiknum, en fyrstu skaupin hans tvö þóttu afar velheppnuð.

„Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og ólíkt öllu öðru,“ segir Gunnar. „Þetta fær mestu athyglina og gríðarlegt áhorf. Alveg brjálað, sem er mjög skemmtilegt.“

Síðustu tvö ár hafa Anna Svava Knútsdóttir, Ari Eldjárn, Halldór E. Högurður, Ottó Geir Borg og Sævar Sigurgeirsson verið í höfundateymi Skaupsins, en Gunnar hefur ekki ráðið handritshöfunda til að skrifa Skaupið með sér í ár og segist raunar ekki vera búinn að ákveða neitt í þeim efnum. „Þetta er nýskeð og ekkert búið að hugsa meira út í þetta, enda árið ekki hálfnað,“ segir hann. „Nú á eftir að stilla þessu upp.“

En er árið búið að vera nógu viðburðaríkt hingað til fyrir gott Skaup?

„Já, ég er að vísu ekki mikið búinn að spá í þetta. En jú, jú, það er alltaf eitthvað. Það verður verkefnið okkar að finna út úr því. Hvernig það liggur.“ - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.