Lífið

Bono bjargað af íshokký-leikmanni

Bono lenti í vandræðum í Kanada en var bjargað af íshokký-leikmanni og kærustunni hans.
Bono lenti í vandræðum í Kanada en var bjargað af íshokký-leikmanni og kærustunni hans.
Íshokký-leikmaðurinn Gilbert Brule átti sennilega eki von á því, þegar hann var að keyra með kærustunni sinni Kelsey Nichols í vesturhluta Vancouver, að hann ætti eftir að rekast á írska söngvarann Bono við vegakantinn.

Bíll Bono og aðstoðarmanns hans bilaði í Kanada og neyddust þeir til að óska eftir hjálp nærliggjandi bíla. „Ég vildi ekkert stoppa en þeir veifuðu og Gilbert öskraði: „Þetta er Bono!“ Ég trúði honum auðvitað ekki og hélt bara áfram en fékk svo bakþanka og ákvað að snúa við,“ segir Kelsey við staðarblaðið Edmonton Journal.

Tvímenningarnir fengu að fljóta með ásamt parinu og hundinum þeirra og ræddu um hokký, Írland og Kanada. Bono bauð síðan parinu á tónleika með U2 í Edmonton og rifjaði upp hjálpsemi þeirra á milli tveggja laga. „Ég elska hokký af því að fólk sem spilar hokký hjálpar puttaferðalöngum.“

Brule og Nichols fengu síðan miðana sína áritaða eftir tónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.