Stjórnandinn spáir Rúnari velgengni á Cannes 11. maí 2011 13:00 Frédéric Boyer er hrifinn af kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Eldfjallinu, en hann er listrænn stjórnandi Directors Fortnight-flokksins á Cannes. Nordic Photos/AFP Frédéric Boyer, listrænn stjórnandi Directors Fortnight-flokknum á Cannes, segir að Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, sé í alveg sérstöku dálæti hjá sér en þetta kemur fram í viðtali við hann í fagtímaritinu Cineuropa. Boyer tiltekur einnig sænsku kvikmyndina Play eftir Ruben Ostlund og svo þrjár aðrar franskar kvikmyndir. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum keppir kvikmynd Rúnars í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem hefst í þessari viku; annars vegar í Camera d'Or sem veitt eru fyrir bestu fyrstu kvikmynd og svo í áðurnefndum Directors Fortnight-flokki en það er franska leikstjórasambandið sem stendur fyrir þeim. Rúnar heldur út til Cannes ásamt fríðu föruneyti en þegar hefur verið tilkynnt að sölufyrirtækið Trust Nordisk muni reyna að koma myndinni á framfæri á alþjóðlegum markaði. Trust Nordisk er aðeins með annan leikstjóra á sínum snærum en það er Lars von Trier, danski sérvitringurinn, sem keppir um sjálfan Gullpálmann með kvikmynd sinni Melancholia. Meðal þeirra sem verða með Rúnari á rauða dreglinum í Cannes má nefna Benedikt Erlingsson, Kjartan Sveinsson og Elmu Lísu Gunnarsdóttur ásamt aðalleikurunum Margréti Helgu Jóhannesdóttur og Theódór Júlíussyni. -fgg Lífið Tengdar fréttir Kvikmyndin Eldfjall keppir í Cannes Eldfjall, fyrsta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 13. maí. Eldfjall keppir bæði í flokknum Directors Fortnight og um Camera d´Or verðlaunin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum Eldfjalls hjá Zik Zak kvikmyndum. 19. apríl 2011 13:07 Smókingurinn passar ennþá Rúnar Rúnarsson virðist vera í miklum metum á kvikmyndahátíðinni í Cannes því kvikmynd hans Eldfjall hefur verið valin í tvo keppnisflokka. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar tekur þátt. „Þetta er eins gott og maður þorði að vona; þetta mun hjálpa myndinni að ná til breiðari og stærri hóps,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður. Í gær var tilkynnt að kvikmynd Rúnars, Eldfjall, myndi keppa í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Annars vegar keppir hún í Directors’ Fortnight, þar sem stór nöfn á borð við Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og George Lucas komu fyrst fram á sjónarsviðið, og hins vegar um Camera d’Or eða fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. 20. apríl 2011 23:00 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Frédéric Boyer, listrænn stjórnandi Directors Fortnight-flokknum á Cannes, segir að Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, sé í alveg sérstöku dálæti hjá sér en þetta kemur fram í viðtali við hann í fagtímaritinu Cineuropa. Boyer tiltekur einnig sænsku kvikmyndina Play eftir Ruben Ostlund og svo þrjár aðrar franskar kvikmyndir. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum keppir kvikmynd Rúnars í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem hefst í þessari viku; annars vegar í Camera d'Or sem veitt eru fyrir bestu fyrstu kvikmynd og svo í áðurnefndum Directors Fortnight-flokki en það er franska leikstjórasambandið sem stendur fyrir þeim. Rúnar heldur út til Cannes ásamt fríðu föruneyti en þegar hefur verið tilkynnt að sölufyrirtækið Trust Nordisk muni reyna að koma myndinni á framfæri á alþjóðlegum markaði. Trust Nordisk er aðeins með annan leikstjóra á sínum snærum en það er Lars von Trier, danski sérvitringurinn, sem keppir um sjálfan Gullpálmann með kvikmynd sinni Melancholia. Meðal þeirra sem verða með Rúnari á rauða dreglinum í Cannes má nefna Benedikt Erlingsson, Kjartan Sveinsson og Elmu Lísu Gunnarsdóttur ásamt aðalleikurunum Margréti Helgu Jóhannesdóttur og Theódór Júlíussyni. -fgg
Lífið Tengdar fréttir Kvikmyndin Eldfjall keppir í Cannes Eldfjall, fyrsta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 13. maí. Eldfjall keppir bæði í flokknum Directors Fortnight og um Camera d´Or verðlaunin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum Eldfjalls hjá Zik Zak kvikmyndum. 19. apríl 2011 13:07 Smókingurinn passar ennþá Rúnar Rúnarsson virðist vera í miklum metum á kvikmyndahátíðinni í Cannes því kvikmynd hans Eldfjall hefur verið valin í tvo keppnisflokka. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar tekur þátt. „Þetta er eins gott og maður þorði að vona; þetta mun hjálpa myndinni að ná til breiðari og stærri hóps,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður. Í gær var tilkynnt að kvikmynd Rúnars, Eldfjall, myndi keppa í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Annars vegar keppir hún í Directors’ Fortnight, þar sem stór nöfn á borð við Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og George Lucas komu fyrst fram á sjónarsviðið, og hins vegar um Camera d’Or eða fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. 20. apríl 2011 23:00 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Kvikmyndin Eldfjall keppir í Cannes Eldfjall, fyrsta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 13. maí. Eldfjall keppir bæði í flokknum Directors Fortnight og um Camera d´Or verðlaunin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum Eldfjalls hjá Zik Zak kvikmyndum. 19. apríl 2011 13:07
Smókingurinn passar ennþá Rúnar Rúnarsson virðist vera í miklum metum á kvikmyndahátíðinni í Cannes því kvikmynd hans Eldfjall hefur verið valin í tvo keppnisflokka. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar tekur þátt. „Þetta er eins gott og maður þorði að vona; þetta mun hjálpa myndinni að ná til breiðari og stærri hóps,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður. Í gær var tilkynnt að kvikmynd Rúnars, Eldfjall, myndi keppa í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Annars vegar keppir hún í Directors’ Fortnight, þar sem stór nöfn á borð við Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og George Lucas komu fyrst fram á sjónarsviðið, og hins vegar um Camera d’Or eða fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. 20. apríl 2011 23:00