Lífið

Aldrei þurft að skilja

Cameron Diaz hefur aldrei þurft að skilja, enda aldrei gengið í hjónaband.
Cameron Diaz hefur aldrei þurft að skilja, enda aldrei gengið í hjónaband.
Cameron Diaz segir að eini munurinn á henni og mótleikkonum hennar í Hollywood sé sá að hún hafi aldrei gifst neinum, sem hún hefur síðan þurft að skilja við. Diaz, sem er 38 ára, hefur átt í ástarsamböndum með stjörnum á borð við Justin Timberlake, Jared Leto og Matt Dillon en aldrei gengið upp að altarinu. Núna er hún að hitta hafnarboltakappann Alex Rodriguez og er ánægð með lífið og tilveruna.

„Lífið er langt. Af hverju að lifa í fortíðinni þegar þú getur lifað í nútíðinni og leyft framtíðinni að verða björt, hamingjurík og spennandi?," sagði Diaz. „Margir hugsa sem svo: „Sambandið gekk ekki upp." En hvað gekk ekki upp? Hvað átti eiginlega að gerast? Ég held að margir séu í hjónabandi þar sem engin rómantík er lengur til staðar," sagði hún í viðtali við tímaritið Elle. „Ég hef bara aldrei gifst neinum sem ég hef síðan þurft að skilja við. Við skiljum og síðan höldum við hvort í sína áttina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.