Lífið

Útlitið rautt í Hollywood

Blake Lively rauðhærð og reffileg. Nordicphotos/AFP
Blake Lively rauðhærð og reffileg. Nordicphotos/AFP
Rauðhærðir þurfa ekki lengur að fara í felur með hárlit sinn því rauður virðist vera liturinn í ár.

Fjölmiðlar vestanhafs ráku upp stór augu þegar leikkonan úr sjónvarpsþáttunum Gossip girl, Blake Livlely mætti á rauða dregilinn með hár í stíl. Lively hefur skipt út ljósu lokkunum fyrir rauðleita en hún er ekki sú eina í Hollywood sem hefur ákveðið að breyta um háralit. Rautt hár er greinilega í tísku því fleiri leikkonur hafa fetað í hennar fótspor nýverið.

Scarlett Johansson er þekkt fyrir að skipta ört um háralit en skartaði rauðum lokkum í veislu Bandaríkjaforseta á dögunum. Nordicphotos/afp
Sænska fegurðardísin og leikkonan Malin Åkerman sást einnig skarta rauðu hári og stallsystir hennar Scarlett Johansson leikkona mætti svo í veislu hjá forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, með rauða lokka í stað þeirra ljósu.

Leikkonan Drew Barrymore hefur líka sést með rauðleitt hár undanfarið og má því áætla að um tískubylgju er að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.