Lífið

Brjálaður út í sjálfan sig

Rapparinn Ja Rule er á leiðinni í steininn í júní.
Rapparinn Ja Rule er á leiðinni í steininn í júní.
Rapparinn Ja Rule hefur tjáð sig í fyrsta sinn um yfirvofandi fangelsisvist sína. Hann byrjar í júní afplánun á tveggja ára dómi sem hann fékk fyrir vopnaburð árið 2007. Ja Rule, sem heitir réttu nafni Jeffrey Atkins, er reiðubúinn að fara í steininn en finnur til með eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. „Ég er brjálaður út í sjálfan mig. Dóttir mín er fimmtán ára og er á leiðinni í menntaskóla. Hún þarf á föður sínum að halda. Strákarnir mínir þurfa líka á mér að halda, rétt eins og konan mín. Pabbi klúðraði sínum málum,“ sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.