Lífið

Big Boi með Modest Mouse

Big Boi og drengirnir í Modest Mouse eiga fátt sameiginlegt.
Big Boi og drengirnir í Modest Mouse eiga fátt sameiginlegt.
Isaac Brock og félagar í hljómsveitinni Modest Mouse vinna nú að fimmtu breiðskífu sinni. Á meðal þeirra sem hafa unnið með hljómsveitinni í hljóðverinu er rapparinn Big Boi úr OutKast-dúettinum, en ekki liggur fyrir hvað hann hefur fram að færa. Big Boi greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni og bætti við að meðlimir Modest Mouse væru svölustu kettir allra tíma (e. coolest cats ever).

Útkoman verður eflaust forvitnileg, en Modest Mouse gaf síðast út plötu árið 2007, en það var hin ágæta We Were Dead Before the Ship Even Sank. Óvíst er hvenær nýja platan kemur út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.