Lífið

Ísaldarþríeykið snýr aftur í fjórðu myndinni

Manni, Lúlli og Dýri snúa aftur í fjórðu myndinni, þar sem þeir fylgjast með myndun meginlandsins.
Manni, Lúlli og Dýri snúa aftur í fjórðu myndinni, þar sem þeir fylgjast með myndun meginlandsins.
Þeir Manni, Lúlli og Dýri eru sennilega eitt ólíklegasta þríeyki sem til er: loðfíll, letidýr og sverðtígur. Þeir kynntust fyrst þegar þeir björguðu litlu barni frá blóðþyrstri hjörð Dýra og hafa síðan þá haldið hópinn.

Myndirnar, sem eru orðnar þrjár talsins, hafa notið mikilla vinsælda og skilað gróða upp á 2 milljarða dala, eða 225 milljarða íslenskra króna. Það kemur því ekkert óskaplega á óvart að ráðast eigi í gerð fjórðu myndarinnar, en stefnt er að frumsýningu hennar á næsta ári. Þeir Ray Romano, John Leguizamo og Denis Leary verða sem fyrr í sínum hlutverkum og Queen Latifah snýr að sjálfsögðu aftur í hlutverk Elínar.

Jennifer Lopez bætist í hópinn sem þokkafull sverðtígursynja.
Og nú hefur verið tilkynnt að Jennifer Lopez muni bætast í þennan fríða og föngulega hóp þegar hersingin verður vitni að myndun meginlandsins (en þremenningarnir hafa áður upplifað ísöld, bráðnun jökulsins og risaeðluskeiðið). Lopez mun ljá Shiru, þokkafullri sverðtígursynju, rödd sína sem fangar hið annars kalda hjarta Dýra.

Þetta er ekki hið eina sem áhorfendur mega eiga von á frá Ísaldarhópnum, því búið er að skipuleggja sérstakan jólaþátt fyrir sjónvarp og væntanlegur er tölvuleikur fyrir síma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.