Þarf að læra Quarashi-lögin aftur 28. apríl 2011 07:00 Quarashi fyrir fimmtán árum. Frá vinstri eru Höskuldur Ólafsson, plötusnúðurinn Richard Hauksson og Steinar Fjeldsted. Sölvi Blöndal krýpur fyrir framan þá. Mynd/ÞÖK Quarashi kemur saman á nýjan leik á Bestu útihátíðinni sem verður haldin í júlí. Söngvarinn Höskuldur Ólafsson snýr aftur eftir að hafa hætt óvænt árið 2003. Rappsveitin Quarashi, sem hætti störfum árið 2005, hefur ákveðið að snúa aftur og spila á Bestu útihátíðinni sem verður haldin aðra helgina í júlí. Tíðindin eru óvænt, sérstaklega í ljósi þess að forsprakkinn Sölvi Blöndal vísaði endurkomunni algjörlega á bug í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði. Endurkoma Quarashi er sérstök að því leyti að þetta verður í fyrsta skiptið sem rappararnir Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted, Ómar „Swarez" Hauksson og Egill „Tiny" Thorarensen koma allir saman fram með sveitinni. Höskuldur hætti óvænt í Quarashi árið 2003. Hann hefur undanfarin tvö ár stundað meistaranám í Norwich á Englandi, fyrst í listfræði og síðan í heimspeki. Hann telur að fimmtán ára afmæli sveitarinnar hafi eitthvað með endurkomuna að gera. „Ég var búinn að segja skilið við þennan kafla lífs míns fyrir löngu. Þetta hefur komið upp reglulega í gegnum árin, svona kommbakk, en við höfum aldrei tekið þau boð neitt alvarlega," segir Höskuldur. „Ég sagði skilið við Quarashi þegar ég var 25 ára og ég er núna 33 ára. Það er enginn maður yfir 35 að fara að flytja þessi lög aftur, þannig að það var nú eða aldrei." Hann segist hafa þurft að hugsa sig vel um áður en hann ákvað að vera með á nýjan leik, enda mikið að gera í skólanum og útskrift fram undan í september. „Ég þarf eiginlega að læra þessi lög aftur upp á nýtt og þyrfti helst að fara út að hlaupa. Ég er ágætlega á mig kominn þrátt fyrir að hafa setið yfir námsbókunum í hátt í tvö ár en það er ekki fyrir hvern sem er að rappa fimm hundruð orð á mínútu." Spurður út í brotthvarf sitt úr Quarashi á sínum tíma og þrálátan orðróm um ósætti við upptökustjórann og trommarann Sölva Blöndal gefur Höskuldur upp tvær útskýringar, þá opinberu og þá réttu: „Við vorum búnir að vera að túra í eitt og hálft ár og ég var ástfanginn af ungri stúlku á þessum tíma sem ég saknaði mjög mikið. Þess utan var ég hálfnaður með BA-nám í íslensku og bókmenntafræði sem mig langaði að taka upp aftur," greinir hann frá. „En samband okkar Sölva var líka komið á svolítið hálan ís. Það gerist oft þegar tveir skapandi menn sem eru ekki hræddir við að segja sína skoðun koma saman. Við vorum að klára Evróputúr og vorum í lest á leið frá Mílanó til Amsterdam. Sem við keyrum inn í stór og löng jarðgöng í svissnesku Ölpunum byrjuðum við Sölvi að rífast um hvort Spinal Tap væri alvöru mynd eða ekki. Þegar við komum út úr þeim var ljóst að samstarfið var á enda runnið. Við sáum ljósið." Hin útskýring Höskuldar er þessi: „Við vorum á leiðinni út á flugvöll eftir gigg í Amsterdam eða London og sem ég stíg upp í bílinn átta ég mig á að ég hef gleymt símanum uppi á herbergi. Á leiðinni niður festist lyftan. Strákarnir gátu að sjálfsögðu ekki beðið eftir mér því það var aðeins klukkutími þar til vélin færi í loftið. Þegar ég kem heim til Íslands nokkrum mánuðum seinna eru þeir búnir að skipta mér út fyrir Tiny." Spurður hvort það hafi virkilega tekið hann nokkra mánuði að losna úr lyftunni útskýrir hann að hann hafi lent í sérstaklega slæmum umferðarhnút á leiðinni út á flugvöll. Hann segist aðeins ætla að koma fram á þessum einu tónleikum í sumar en veit ekki með hina í hljómsveitinni. Spurður hvort hann mæti ekki í toppformi segir hann: „Ég geri mitt besta. Að vísu hefur okkar form verið mjög furðulegt í gegnum tíðina. Ég man að einu sinni spiluðum við í Washington DC fyrir framan fjörutíu þúsund manns. Þá var Steini í hjólastól eftir að hafa stokkið út í áhorfendaskarann á tónleikum í Rhode Island þannig að ég held að mitt form verði seint slæmt ef það er sett í samhengi við formið á Steina þá." freyr@frettabladid.is Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Quarashi kemur saman á nýjan leik á Bestu útihátíðinni sem verður haldin í júlí. Söngvarinn Höskuldur Ólafsson snýr aftur eftir að hafa hætt óvænt árið 2003. Rappsveitin Quarashi, sem hætti störfum árið 2005, hefur ákveðið að snúa aftur og spila á Bestu útihátíðinni sem verður haldin aðra helgina í júlí. Tíðindin eru óvænt, sérstaklega í ljósi þess að forsprakkinn Sölvi Blöndal vísaði endurkomunni algjörlega á bug í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði. Endurkoma Quarashi er sérstök að því leyti að þetta verður í fyrsta skiptið sem rappararnir Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted, Ómar „Swarez" Hauksson og Egill „Tiny" Thorarensen koma allir saman fram með sveitinni. Höskuldur hætti óvænt í Quarashi árið 2003. Hann hefur undanfarin tvö ár stundað meistaranám í Norwich á Englandi, fyrst í listfræði og síðan í heimspeki. Hann telur að fimmtán ára afmæli sveitarinnar hafi eitthvað með endurkomuna að gera. „Ég var búinn að segja skilið við þennan kafla lífs míns fyrir löngu. Þetta hefur komið upp reglulega í gegnum árin, svona kommbakk, en við höfum aldrei tekið þau boð neitt alvarlega," segir Höskuldur. „Ég sagði skilið við Quarashi þegar ég var 25 ára og ég er núna 33 ára. Það er enginn maður yfir 35 að fara að flytja þessi lög aftur, þannig að það var nú eða aldrei." Hann segist hafa þurft að hugsa sig vel um áður en hann ákvað að vera með á nýjan leik, enda mikið að gera í skólanum og útskrift fram undan í september. „Ég þarf eiginlega að læra þessi lög aftur upp á nýtt og þyrfti helst að fara út að hlaupa. Ég er ágætlega á mig kominn þrátt fyrir að hafa setið yfir námsbókunum í hátt í tvö ár en það er ekki fyrir hvern sem er að rappa fimm hundruð orð á mínútu." Spurður út í brotthvarf sitt úr Quarashi á sínum tíma og þrálátan orðróm um ósætti við upptökustjórann og trommarann Sölva Blöndal gefur Höskuldur upp tvær útskýringar, þá opinberu og þá réttu: „Við vorum búnir að vera að túra í eitt og hálft ár og ég var ástfanginn af ungri stúlku á þessum tíma sem ég saknaði mjög mikið. Þess utan var ég hálfnaður með BA-nám í íslensku og bókmenntafræði sem mig langaði að taka upp aftur," greinir hann frá. „En samband okkar Sölva var líka komið á svolítið hálan ís. Það gerist oft þegar tveir skapandi menn sem eru ekki hræddir við að segja sína skoðun koma saman. Við vorum að klára Evróputúr og vorum í lest á leið frá Mílanó til Amsterdam. Sem við keyrum inn í stór og löng jarðgöng í svissnesku Ölpunum byrjuðum við Sölvi að rífast um hvort Spinal Tap væri alvöru mynd eða ekki. Þegar við komum út úr þeim var ljóst að samstarfið var á enda runnið. Við sáum ljósið." Hin útskýring Höskuldar er þessi: „Við vorum á leiðinni út á flugvöll eftir gigg í Amsterdam eða London og sem ég stíg upp í bílinn átta ég mig á að ég hef gleymt símanum uppi á herbergi. Á leiðinni niður festist lyftan. Strákarnir gátu að sjálfsögðu ekki beðið eftir mér því það var aðeins klukkutími þar til vélin færi í loftið. Þegar ég kem heim til Íslands nokkrum mánuðum seinna eru þeir búnir að skipta mér út fyrir Tiny." Spurður hvort það hafi virkilega tekið hann nokkra mánuði að losna úr lyftunni útskýrir hann að hann hafi lent í sérstaklega slæmum umferðarhnút á leiðinni út á flugvöll. Hann segist aðeins ætla að koma fram á þessum einu tónleikum í sumar en veit ekki með hina í hljómsveitinni. Spurður hvort hann mæti ekki í toppformi segir hann: „Ég geri mitt besta. Að vísu hefur okkar form verið mjög furðulegt í gegnum tíðina. Ég man að einu sinni spiluðum við í Washington DC fyrir framan fjörutíu þúsund manns. Þá var Steini í hjólastól eftir að hafa stokkið út í áhorfendaskarann á tónleikum í Rhode Island þannig að ég held að mitt form verði seint slæmt ef það er sett í samhengi við formið á Steina þá." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira