Lífið

Stoltur af eiginkonunni

Michaels Douglas hefur ekki verið dans á rósum að undanförnu en hann ber sig vel þrátt fyrir allt.
Michaels Douglas hefur ekki verið dans á rósum að undanförnu en hann ber sig vel þrátt fyrir allt.
Michael Douglas segir í nýjasta þætti Opruh Winfrey að hann sé ákaflega stoltur af eiginkonu sinni, Catherine Zeta-Jones. Hann sé hins vegar sorgmæddur yfir þeirri staðreynd að hún hafi verið neydd af fjölmiðlum til að ræða veikindi sín opinberlega.

Sögusagnir um að hún hefði verið lögð inn höfðu verið á sveimi um netið þar til Jones sendi sjálf frá sér yfirlýsingu og útskýrði að hún hefði verið greind með geðhvörf og hefði lagst inn á geðdeild. „Þetta var ekki auðvelt, elsti sonur minn er í ríkisfangelsi, fyrrverandi eiginkona mín hefur dregið mig fyrir dóm og ég var sjálfur með krabbamein. Þetta eru ekki beint auðveldustu aðstæðurnar til að koma fram og segja að maður sé þunglyndur,“ segir Douglas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.