Lífið

Leitað að norrænum Gillzenegger

Kristófer Dignus á að vera byrjaður að skrifa handritið að Lífsleikni Gillz en miðað við tölvuskjáinn gengur honum eitthvað erfiðlega að koma sér að verki. Fréttablaðið/Stefán
Kristófer Dignus á að vera byrjaður að skrifa handritið að Lífsleikni Gillz en miðað við tölvuskjáinn gengur honum eitthvað erfiðlega að koma sér að verki. Fréttablaðið/Stefán
„Ég veit ekki hversu langt á veg þetta er komið en það eru einhverjar þreifingar í gangi," segir Kristófer Dignus, handritshöfundur og einn af prímusmótorunum á bakvið sjónvarpsþættina Mannasiði Gillz.

Sjónvarpsstöðvar af Norðurlöndunum hafa sýnt „formati" þáttanna áhuga og því ekki útilokað að skandinavískar útgáfur af Agli Gillzenegger muni líta dagsins ljós í náinni framtíð. „Það er mikil „format"-menning í gangi á Norðurlöndunum, menn spara sér tíma og fyrirhöfn með því að þurfa ekki alltaf að vera finna upp hjólið og nýta sér sniðugar hugmyndir," segir Kristófer.

Mannasiðirnir nutu töluverða vinsælda hjá sjónvarpsáhorfendum og Kristófer viðurkennir að það hafi verið sérstaklega ánægjulegt fyrir sig að þættirnir brúuðu kynslóðubilið, foreldrar og börn horfðu á þættina saman.

Kristófer er byrjaður að skrifa handrit að næstu seríu sem verður unnin upp úr Lífsleikni, bók Gillz sem kom út fyrir síðustu jól. Kristófer segir þá þáttaröð verða svipaða og Mannasiðirnir. „Við viljum hins vegar auka vægi leikna hlutans en minnka stúdíó-hlutann. Semsagt minnka vægi Gillz," útskýrir Kristófer en bætir því strax við að kraftajötuninn sé sjálfur sáttur við það. „Við viljum náttúrlega líka auka leikna hlutann með Gillz, þar sem hann fer yfir hlutina með rasshausunum sínum og sýnir þeim hvernig á að gera hlutina." Ráðgert er að tökur á Lífsleikni Gillz hefjist í haust og verði síðan teknir til sýningar á Stöð 2 eftir áramót. -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.