Lífið

Með sama ennið

Söngkonan Rihanna komst nýverið að því að hún á þrjú eldri hálfsystkini. nordicphotos/getty
Söngkonan Rihanna komst nýverið að því að hún á þrjú eldri hálfsystkini. nordicphotos/getty
Ronald Fenty, faðir söngkonunnar Rihönnu, komst nýverið að því að hann ætti þrjú fullorðin börn með þremur konum. Söngkonan á því þrjú hálfsystkin sem öll eru töluvert eldri en hún sjálf.

Fenty segir fréttirnar hafa komið sér á óvart á sínum tíma.

„Ætli þetta hafi ekki komið á óvart. En ég var ungur og villtur og mikill kvennamaður á mínum yngri árum. Þegar Kandy, elsta barnið, kynnti sig og sagði mér hver móðir hennar er bauð ég hana velkomna í fjölskylduna,“ sagði Fenty í viðtali við The Sun.

Kandy þessi er 32 ára gömul og segist hafa hitt Rihönnu nokkrum sinnum en að þær eigi lítið sameiginlegt. „Ég lifi fremur einföldu lífi í sveitinni. Við eigum lítið sameiginlegt fyrir utan þetta langa enni sem við erfðum frá föður okkar,“ sagði Kandy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.