Lífið

Kampavín og rifflaðir smokkar hjá Busta

Rapparinn Busta Rhymes setur öryggið á oddinn og hefur sett smokka á kröfulista sína. Þá vill hann kampavín og steiktan kjúkling.
Rapparinn Busta Rhymes setur öryggið á oddinn og hefur sett smokka á kröfulista sína. Þá vill hann kampavín og steiktan kjúkling.
Rapparinn Busta Rhymes er væntanlegur til landsins og kemur fram á tónleikum í Vodafone-höllinni þriðjudaginn 17. maí. Rhymes er vinsæll rappari á heimsvísu, en gerir þó nokkuð hógværar kröfur um varning sem á að bíða hans í búningsherberginu.

Samkvæmt kröfulista rapparans sem er aðgengilegur á vefsíðunni The Smoking Gun leggur hann mikla áherslu á steiktan kjúkling frá KFC, Moet kampavín og rifflaða smokka, enda mikill kvennamaður. Hann vill ekki hvaða smokka sem er, en þeir verða að vera frá framleiðandanum Lifestyles eða undirtegundinni Rough Riders.

Eins og allir alvörutónlistarmenn biður Busta Rhymes einnig um hvít handklæði. Tólf stykki nánar tiltekið og þau mega ekki vera merkt. Þá vill hann hóstasaft, Guinnes-bjór og óheftan aðgang að heitu te.

Fréttablaðið hafði samband við Arnvið Snorrason, Adda Exos, sem stendur fyrir komu Busta Rhymes til landsins. Honum hafði ekki borist kröfulisti frá rapparanum, þannig að óvíst er hvort þetta sé varningurinn sem hann vill að bíði sín í búningsherberginu í Vodafone-höllinni. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.