Sjaldan veldur einn þá tveir deila Lífið skrifar 19. apríl 2011 20:00 Vísir Páskarnir eru tími vors, blóma, hamingju og málshátta. Í tilefni komandi hátíða fékk Fréttablaðið nokkra nafntogaða einstaklinga til að velja heppilega og viðeigandi málshætti í páskaegg þeirra sem þeir hafa deilt við að undanförnu, og öfugt. Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Tryggvi GuðmundssonÁsgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, var býsna harðorður í garð Eyjapeyjans Tryggva Guðmundssonar eftir viðskipti þeirra í leik í efstu deild síðastliðið sumar. Ásgeir Börkur fékk rauða spjaldið í leiknum, en seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap þar sem Tryggvi kom við sögu. „Tryggvi Guðmundsson er bara fífl, Það er bara þannig!," sagði Ásgeir Börkur í viðtali við heimasíðu Fylkis og bætti svo við: „Hann er bara með dómarann í vasanum allan leikinn og fær að segja það sem hann vill, svo brýt ég varla af mér og fæ tvö gul spjöld… bara fáránlegt." Málsháttur Tryggva fyrir Ásgeir:Betra er að standa á eigin fótum en annarra. Málsháttur Ásgeirs fyrir Tryggva:Illt er að ginna gamlan ref. Einar Bárðarson og Auðunn BlöndalEinar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans, varð ósáttur þegar hann var gestur í þætti Audda og Sveppa á Stöð 2 nýverið. Fannst Einari sem grín æringjanna á sinn kostnað vegna holdafars hefði farið úr böndunum. Undir það tók Auddi, sem baðst innilega afsökunar á öllu saman. Málsháttur Auðuns fyrir Einar:Morgunstund gefur gull í mund. Málsháttur Einars fyrir Auðun:Þegar mávarnir fylgja fiskibátnum er það vegna þess að þeir telja að sardínunum verði hent í sjóinn. (Eric Cantona) Páll Magnússon og Ari EdwaldÚtvarpsstjóri RÚV og forstjóri 365 miðla deildu í fjölmiðlum þegar síðarnefnda fyrirtækið tryggði sér sýningarréttinn á HM í handbolta sem fram fór í janúar. Æstust leikar þegar Páll bauðst til að kaupa sýningarréttinn af 365 nokkrum dögum fyrir keppni, en á það tilboð sagðist Ari fremur líta sem framhald af áramótaskaupinu en nokkuð sem taka ætti alvarlega. Málsháttur Ara fyrir Pál:Allir brosa á sama tungumáli. Málsháttur Páls fyrir Ara:Sannleikurinn er sagna bestur. Reynir Traustason og Sveinn Andri SveinssonReynir Traustason, ritstjóri DV, og hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson rifust eins og hundur og köttur á Facebook síðasta haust eftir að sá síðarnefndi gagnrýndi leiðara sem birtist í DV. Reynir kallaði Svein Andra meðal annars endaþarm íslenskrar lögmennsku og brást lögmaðurinn við með því að stinga upp á að Reynir og Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, færu saman á blaðamannanámskeið. Málsháttur Sveins Andra fyrir Reyni:Öfund, illmælgi og rógur eru leiðinda vinnuhjú. Málsháttur Reynis fyrir Svein Andra:Ungur nemur, gamall temur. Tobba Marinós og Haukur S. MagnússonÍ grein eftir Ragnar Egilsson í tímaritinu Reykjavík Grapevine, sem ritstýrt er af Hauki S. Magnússyni, var farið hörðum orðum um fjölmiðlakonuna Þorbjörgu Marinósdóttur og fleiri nafngreinda einstaklinga og þeir meðal annars sagðir tilgangslausar frægðarhórur. Þorbjörg var ósátt við skrifin og sagði þau særandi og niðrandi. Málsháttur Hauks fyrir Tobbu:Sælla er að gefa en þiggja. Málsháttur Tobbu fyrir Hauk:Vænt er að stíga í vitið en verra í dritið. Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Páskarnir eru tími vors, blóma, hamingju og málshátta. Í tilefni komandi hátíða fékk Fréttablaðið nokkra nafntogaða einstaklinga til að velja heppilega og viðeigandi málshætti í páskaegg þeirra sem þeir hafa deilt við að undanförnu, og öfugt. Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Tryggvi GuðmundssonÁsgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, var býsna harðorður í garð Eyjapeyjans Tryggva Guðmundssonar eftir viðskipti þeirra í leik í efstu deild síðastliðið sumar. Ásgeir Börkur fékk rauða spjaldið í leiknum, en seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap þar sem Tryggvi kom við sögu. „Tryggvi Guðmundsson er bara fífl, Það er bara þannig!," sagði Ásgeir Börkur í viðtali við heimasíðu Fylkis og bætti svo við: „Hann er bara með dómarann í vasanum allan leikinn og fær að segja það sem hann vill, svo brýt ég varla af mér og fæ tvö gul spjöld… bara fáránlegt." Málsháttur Tryggva fyrir Ásgeir:Betra er að standa á eigin fótum en annarra. Málsháttur Ásgeirs fyrir Tryggva:Illt er að ginna gamlan ref. Einar Bárðarson og Auðunn BlöndalEinar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans, varð ósáttur þegar hann var gestur í þætti Audda og Sveppa á Stöð 2 nýverið. Fannst Einari sem grín æringjanna á sinn kostnað vegna holdafars hefði farið úr böndunum. Undir það tók Auddi, sem baðst innilega afsökunar á öllu saman. Málsháttur Auðuns fyrir Einar:Morgunstund gefur gull í mund. Málsháttur Einars fyrir Auðun:Þegar mávarnir fylgja fiskibátnum er það vegna þess að þeir telja að sardínunum verði hent í sjóinn. (Eric Cantona) Páll Magnússon og Ari EdwaldÚtvarpsstjóri RÚV og forstjóri 365 miðla deildu í fjölmiðlum þegar síðarnefnda fyrirtækið tryggði sér sýningarréttinn á HM í handbolta sem fram fór í janúar. Æstust leikar þegar Páll bauðst til að kaupa sýningarréttinn af 365 nokkrum dögum fyrir keppni, en á það tilboð sagðist Ari fremur líta sem framhald af áramótaskaupinu en nokkuð sem taka ætti alvarlega. Málsháttur Ara fyrir Pál:Allir brosa á sama tungumáli. Málsháttur Páls fyrir Ara:Sannleikurinn er sagna bestur. Reynir Traustason og Sveinn Andri SveinssonReynir Traustason, ritstjóri DV, og hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson rifust eins og hundur og köttur á Facebook síðasta haust eftir að sá síðarnefndi gagnrýndi leiðara sem birtist í DV. Reynir kallaði Svein Andra meðal annars endaþarm íslenskrar lögmennsku og brást lögmaðurinn við með því að stinga upp á að Reynir og Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, færu saman á blaðamannanámskeið. Málsháttur Sveins Andra fyrir Reyni:Öfund, illmælgi og rógur eru leiðinda vinnuhjú. Málsháttur Reynis fyrir Svein Andra:Ungur nemur, gamall temur. Tobba Marinós og Haukur S. MagnússonÍ grein eftir Ragnar Egilsson í tímaritinu Reykjavík Grapevine, sem ritstýrt er af Hauki S. Magnússyni, var farið hörðum orðum um fjölmiðlakonuna Þorbjörgu Marinósdóttur og fleiri nafngreinda einstaklinga og þeir meðal annars sagðir tilgangslausar frægðarhórur. Þorbjörg var ósátt við skrifin og sagði þau særandi og niðrandi. Málsháttur Hauks fyrir Tobbu:Sælla er að gefa en þiggja. Málsháttur Tobbu fyrir Hauk:Vænt er að stíga í vitið en verra í dritið.
Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira