Sjaldan veldur einn þá tveir deila Lífið skrifar 19. apríl 2011 20:00 Vísir Páskarnir eru tími vors, blóma, hamingju og málshátta. Í tilefni komandi hátíða fékk Fréttablaðið nokkra nafntogaða einstaklinga til að velja heppilega og viðeigandi málshætti í páskaegg þeirra sem þeir hafa deilt við að undanförnu, og öfugt. Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Tryggvi GuðmundssonÁsgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, var býsna harðorður í garð Eyjapeyjans Tryggva Guðmundssonar eftir viðskipti þeirra í leik í efstu deild síðastliðið sumar. Ásgeir Börkur fékk rauða spjaldið í leiknum, en seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap þar sem Tryggvi kom við sögu. „Tryggvi Guðmundsson er bara fífl, Það er bara þannig!," sagði Ásgeir Börkur í viðtali við heimasíðu Fylkis og bætti svo við: „Hann er bara með dómarann í vasanum allan leikinn og fær að segja það sem hann vill, svo brýt ég varla af mér og fæ tvö gul spjöld… bara fáránlegt." Málsháttur Tryggva fyrir Ásgeir:Betra er að standa á eigin fótum en annarra. Málsháttur Ásgeirs fyrir Tryggva:Illt er að ginna gamlan ref. Einar Bárðarson og Auðunn BlöndalEinar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans, varð ósáttur þegar hann var gestur í þætti Audda og Sveppa á Stöð 2 nýverið. Fannst Einari sem grín æringjanna á sinn kostnað vegna holdafars hefði farið úr böndunum. Undir það tók Auddi, sem baðst innilega afsökunar á öllu saman. Málsháttur Auðuns fyrir Einar:Morgunstund gefur gull í mund. Málsháttur Einars fyrir Auðun:Þegar mávarnir fylgja fiskibátnum er það vegna þess að þeir telja að sardínunum verði hent í sjóinn. (Eric Cantona) Páll Magnússon og Ari EdwaldÚtvarpsstjóri RÚV og forstjóri 365 miðla deildu í fjölmiðlum þegar síðarnefnda fyrirtækið tryggði sér sýningarréttinn á HM í handbolta sem fram fór í janúar. Æstust leikar þegar Páll bauðst til að kaupa sýningarréttinn af 365 nokkrum dögum fyrir keppni, en á það tilboð sagðist Ari fremur líta sem framhald af áramótaskaupinu en nokkuð sem taka ætti alvarlega. Málsháttur Ara fyrir Pál:Allir brosa á sama tungumáli. Málsháttur Páls fyrir Ara:Sannleikurinn er sagna bestur. Reynir Traustason og Sveinn Andri SveinssonReynir Traustason, ritstjóri DV, og hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson rifust eins og hundur og köttur á Facebook síðasta haust eftir að sá síðarnefndi gagnrýndi leiðara sem birtist í DV. Reynir kallaði Svein Andra meðal annars endaþarm íslenskrar lögmennsku og brást lögmaðurinn við með því að stinga upp á að Reynir og Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, færu saman á blaðamannanámskeið. Málsháttur Sveins Andra fyrir Reyni:Öfund, illmælgi og rógur eru leiðinda vinnuhjú. Málsháttur Reynis fyrir Svein Andra:Ungur nemur, gamall temur. Tobba Marinós og Haukur S. MagnússonÍ grein eftir Ragnar Egilsson í tímaritinu Reykjavík Grapevine, sem ritstýrt er af Hauki S. Magnússyni, var farið hörðum orðum um fjölmiðlakonuna Þorbjörgu Marinósdóttur og fleiri nafngreinda einstaklinga og þeir meðal annars sagðir tilgangslausar frægðarhórur. Þorbjörg var ósátt við skrifin og sagði þau særandi og niðrandi. Málsháttur Hauks fyrir Tobbu:Sælla er að gefa en þiggja. Málsháttur Tobbu fyrir Hauk:Vænt er að stíga í vitið en verra í dritið. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira
Páskarnir eru tími vors, blóma, hamingju og málshátta. Í tilefni komandi hátíða fékk Fréttablaðið nokkra nafntogaða einstaklinga til að velja heppilega og viðeigandi málshætti í páskaegg þeirra sem þeir hafa deilt við að undanförnu, og öfugt. Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Tryggvi GuðmundssonÁsgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, var býsna harðorður í garð Eyjapeyjans Tryggva Guðmundssonar eftir viðskipti þeirra í leik í efstu deild síðastliðið sumar. Ásgeir Börkur fékk rauða spjaldið í leiknum, en seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap þar sem Tryggvi kom við sögu. „Tryggvi Guðmundsson er bara fífl, Það er bara þannig!," sagði Ásgeir Börkur í viðtali við heimasíðu Fylkis og bætti svo við: „Hann er bara með dómarann í vasanum allan leikinn og fær að segja það sem hann vill, svo brýt ég varla af mér og fæ tvö gul spjöld… bara fáránlegt." Málsháttur Tryggva fyrir Ásgeir:Betra er að standa á eigin fótum en annarra. Málsháttur Ásgeirs fyrir Tryggva:Illt er að ginna gamlan ref. Einar Bárðarson og Auðunn BlöndalEinar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans, varð ósáttur þegar hann var gestur í þætti Audda og Sveppa á Stöð 2 nýverið. Fannst Einari sem grín æringjanna á sinn kostnað vegna holdafars hefði farið úr böndunum. Undir það tók Auddi, sem baðst innilega afsökunar á öllu saman. Málsháttur Auðuns fyrir Einar:Morgunstund gefur gull í mund. Málsháttur Einars fyrir Auðun:Þegar mávarnir fylgja fiskibátnum er það vegna þess að þeir telja að sardínunum verði hent í sjóinn. (Eric Cantona) Páll Magnússon og Ari EdwaldÚtvarpsstjóri RÚV og forstjóri 365 miðla deildu í fjölmiðlum þegar síðarnefnda fyrirtækið tryggði sér sýningarréttinn á HM í handbolta sem fram fór í janúar. Æstust leikar þegar Páll bauðst til að kaupa sýningarréttinn af 365 nokkrum dögum fyrir keppni, en á það tilboð sagðist Ari fremur líta sem framhald af áramótaskaupinu en nokkuð sem taka ætti alvarlega. Málsháttur Ara fyrir Pál:Allir brosa á sama tungumáli. Málsháttur Páls fyrir Ara:Sannleikurinn er sagna bestur. Reynir Traustason og Sveinn Andri SveinssonReynir Traustason, ritstjóri DV, og hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson rifust eins og hundur og köttur á Facebook síðasta haust eftir að sá síðarnefndi gagnrýndi leiðara sem birtist í DV. Reynir kallaði Svein Andra meðal annars endaþarm íslenskrar lögmennsku og brást lögmaðurinn við með því að stinga upp á að Reynir og Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, færu saman á blaðamannanámskeið. Málsháttur Sveins Andra fyrir Reyni:Öfund, illmælgi og rógur eru leiðinda vinnuhjú. Málsháttur Reynis fyrir Svein Andra:Ungur nemur, gamall temur. Tobba Marinós og Haukur S. MagnússonÍ grein eftir Ragnar Egilsson í tímaritinu Reykjavík Grapevine, sem ritstýrt er af Hauki S. Magnússyni, var farið hörðum orðum um fjölmiðlakonuna Þorbjörgu Marinósdóttur og fleiri nafngreinda einstaklinga og þeir meðal annars sagðir tilgangslausar frægðarhórur. Þorbjörg var ósátt við skrifin og sagði þau særandi og niðrandi. Málsháttur Hauks fyrir Tobbu:Sælla er að gefa en þiggja. Málsháttur Tobbu fyrir Hauk:Vænt er að stíga í vitið en verra í dritið.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira