Kvikmyndafólk syrgir Lumet 14. apríl 2011 11:00 Sidney Lumet lést 86 ára að aldri á laugardaginn á Manhattan-eyju. Fjöldi kvikmyndagerðarmanna hefur vottað honum virðingu sína.Nordicphotos/getty Bandaríski leikstjórinn Sidney Lumet andaðist í síðustu viku, 86 ára að aldri. Fjölmargir kvikmyndagerðarmenn hafa vottað honum virðingu sína að undanförnu og látið í það skína að hann hafi verið í fremstu röð leikstjóra. Sidney Lumet lést 9. apríl á Manhattan-eyju í New York en hann, eins og Martin Scorsese og Woddy Allen, var mikill New York maður og valdi borgina yfirleitt sem sögusvið kvikmynda sinna. Þrátt fyrir að Lumet hefði verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fimm sinnum hlaut hann aldrei gullstyttuna en þekktasta kvikmynd hans, 12 Angry Men, er af mörgum talin ein besta kvikmynd sögunnar. Myndin situr í sjöunda sæti á lista yfir 250 bestu kvikmyndir allra tíma á imdb.com. Lumet var sérlega afkastamikill, hann leikstýrði fjörutíu kvikmyndum í fullri lengd og þær voru tilnefndar til fimmtíu Óskarsverðlauna. Vandamál Lumets, ef vandamál skyldi kalla, var að hann reyndist ekki nógu stöðugur, hann gat sent frá sér meistarastykki en dottið niður þess á milli. Lumet hóf störf í kvikmyndageiranum á sjötta áratug síðustu aldar eftir að hafa unnið í leikhúsi, hann var sjálfur sonur leikara og var alltaf mikils virtur meðal leikara og leikstjóra. New York lék stórt hlutverk í lífi hans og sjálfur sagðist hann ekki geta hugsað sér að gera kvikmynd í Los Angeles. „Ég hef ekkert á móti borginni, ég kann bara ekki við fyrirtækjastaði,“ hafði New York Times eftir honum. Hann sagði jafnframt að þótt kvikmyndir ættu að skemmta fólki vildi hann gera kvikmyndir sem gengu einu skrefi lengra í þeirri viðleitni. Fjöldi leikara og leikstjóra hefur vottað Lumet virðingu sína. Þar fremstir í flokki eru Woody Allen og Scorsese. „Það kemur mér alltaf á óvart hversu margar yndislegar kvikmyndir hann gerði og hversu margir leikarar og leikkonur áttu sína bestu daga undir hans stjórn,“ hefur BBC-fréttavefurinn eftir Woddy Allen. „Hann var New York kvikmyndagerðarmaður í hjarta sínu sem breytti og dýpkaði sýn okkar á borginni með kvikmyndum á borð við Serpico, Dog Day Afternoon og síðast en ekki síst Prince of City,“ hefur vefurinn síðan eftir Scorsese. Al Pacino, sem lék bæði í Serpico og Dog Day Afternoon, sagði að það væri erfitt að hugsa til þess að ekki ætti eftir að frumsýna fleiri kvikmyndir eftir Lumet. „Og þess vegna verðum við að hugsa vel um þær sem hann skildi eftir.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Sidney Lumet andaðist í síðustu viku, 86 ára að aldri. Fjölmargir kvikmyndagerðarmenn hafa vottað honum virðingu sína að undanförnu og látið í það skína að hann hafi verið í fremstu röð leikstjóra. Sidney Lumet lést 9. apríl á Manhattan-eyju í New York en hann, eins og Martin Scorsese og Woddy Allen, var mikill New York maður og valdi borgina yfirleitt sem sögusvið kvikmynda sinna. Þrátt fyrir að Lumet hefði verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fimm sinnum hlaut hann aldrei gullstyttuna en þekktasta kvikmynd hans, 12 Angry Men, er af mörgum talin ein besta kvikmynd sögunnar. Myndin situr í sjöunda sæti á lista yfir 250 bestu kvikmyndir allra tíma á imdb.com. Lumet var sérlega afkastamikill, hann leikstýrði fjörutíu kvikmyndum í fullri lengd og þær voru tilnefndar til fimmtíu Óskarsverðlauna. Vandamál Lumets, ef vandamál skyldi kalla, var að hann reyndist ekki nógu stöðugur, hann gat sent frá sér meistarastykki en dottið niður þess á milli. Lumet hóf störf í kvikmyndageiranum á sjötta áratug síðustu aldar eftir að hafa unnið í leikhúsi, hann var sjálfur sonur leikara og var alltaf mikils virtur meðal leikara og leikstjóra. New York lék stórt hlutverk í lífi hans og sjálfur sagðist hann ekki geta hugsað sér að gera kvikmynd í Los Angeles. „Ég hef ekkert á móti borginni, ég kann bara ekki við fyrirtækjastaði,“ hafði New York Times eftir honum. Hann sagði jafnframt að þótt kvikmyndir ættu að skemmta fólki vildi hann gera kvikmyndir sem gengu einu skrefi lengra í þeirri viðleitni. Fjöldi leikara og leikstjóra hefur vottað Lumet virðingu sína. Þar fremstir í flokki eru Woody Allen og Scorsese. „Það kemur mér alltaf á óvart hversu margar yndislegar kvikmyndir hann gerði og hversu margir leikarar og leikkonur áttu sína bestu daga undir hans stjórn,“ hefur BBC-fréttavefurinn eftir Woddy Allen. „Hann var New York kvikmyndagerðarmaður í hjarta sínu sem breytti og dýpkaði sýn okkar á borginni með kvikmyndum á borð við Serpico, Dog Day Afternoon og síðast en ekki síst Prince of City,“ hefur vefurinn síðan eftir Scorsese. Al Pacino, sem lék bæði í Serpico og Dog Day Afternoon, sagði að það væri erfitt að hugsa til þess að ekki ætti eftir að frumsýna fleiri kvikmyndir eftir Lumet. „Og þess vegna verðum við að hugsa vel um þær sem hann skildi eftir.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira