Enski boltinn

Toure sáttur með stigið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það sauð upp úr undir lok leiksins í kvöld. Tveir fengu rauða spjaldið.
Það sauð upp úr undir lok leiksins í kvöld. Tveir fengu rauða spjaldið.

Kolo Toure, varnarmaður Man. City, var virkilega ánægður með varnarleik liðsins í kvöld gegn Arsenal en leik liðanna lyktaði með markalausu jafntefli.

"Það var mikilvægt að ná stigi í kvöld því menn fá aldrei auðveld stig á þessum velli. Auðvitað vildum við þrjú stig í kvöld en þetta var gríðarlega erfitt þar sem Arsenal er í miklu formi þessa dagana," sagði Toure.

"Jafntefli er því fín niðurstaða fyrir okkur. Liðið spilaði vel og Joe varði oft á tíðum frábærlega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×