Enski boltinn

Terry ekki kærður fyrir líkamsárás

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
John Terry verður ekki kærður fyrir að hafa ráðist á vallarstarfsmann á Molineux-vellinum, heimavelli Wolves, í vikunni.

Terry ýtti við starfsmanninum, Patrick Steadman, undir lok leiksins þegar hann var að ná í boltann. Chelsea var að tapa leiknum og því má gera ráð fyrir því að Terry hafi legið á.

Steadman sagði í samtali við enska götublaðið í The Sun að hann hefði orðið fyrir hálsmeiðslum en lögreglan hefur nú ákveðið að Terry verði ekki kærður.

Lögreglan staðfesti að Steadman hafi lagt fram formlega kvörtun við sig en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi var ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×