Erlent

Til í viðstæðulausar viðræður

Benjamín Netanjahú
Benjamín Netanjahú

Ísrael, AP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist reiðubúinn til að setjast niður með Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórar, til friðarviðræðna, og verði ekki staðið upp frá þeim viðræðum fyrr en samkomulag hafi tekist.

Viðræður Ísraela og Palestínumanna sigldu í strand í september, aðeins þremur vikum eftir að þær hófust, þegar ljóst var orðið að Ísraelar töldu sér ekki fært að framlengja bann við framkvæmdum landtökumanna.

Palestínumenn vildu ekki halda áfram viðræðum meðan framkvæmdir stæðu yfir, en nú um helgina sagði Abbas að lítið bæri í reynd á milli. Hægt væri að ná samkomulagi á tveimur mánuðum.- gb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×