Ríkisstjórnin gegn vilja utanríkismálanefndar Höskuldur Kári Schram skrifar 20. desember 2011 19:15 Össur Skarphéðinsson mynd/Anton Brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ósáttir við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fela utanríkisráðherra, forræði í Icesave málinu. Ákvörðun ríkistjórnarinnar kemur þvert á ályktun meirihluta utanríkismálanefndar um að málið yrði áfram í höndum efnahags- og viðskiptaráðherra. Óvæntur meirihluti myndaðist á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær þegar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstir grænni, studdi ályktun fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í nefndinni um að Árni Páll Árnason, efnahags-og viðskiptaráðherra, færi áfram með forræði í Icesave málinu. Ríkisstjórnin fundaði um málið í morgun en ákvað þvert á ályktun utanríkismálanefndar að fela utanríkisráðherra stjórnskipulegt forræði. „Menn hafa rétt á því að hafa hvaða skoðun sem þeir vilja í utanríkismálanefnd. En það er einfaldlega þannig í samræmi við fyrri samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 12. apríl og sömuleiðis í samræmi við reglugerð um stjórnarrráðið, að þá er þetta mál á vettvangi utanríkisráðherra og hefur alltaf verið," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri óheppilegt að ESB-aðildarviðræður og Icesave málið væri í höndum sama ráðherra. Varaformaður Sjálfstæðisflokks segir að málið snúast ekki snúast um persónur eða gagnrýni á Össur. „...Og efnahags- og viðskiptaráðherra hefur haldið utan um varnir okkar gagnvart ESA, skilað þeim bréfum sem að þegar hafa verið send og að okkar mati einnig náð að skapa ákveðna ró um málið - leiða saman ólík sjónarmið og haldið vel á málinu," segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Össur segir að utanríkisráðherra fari samkvæmt venju með mál af þessu tagi. „En auðvitað gerir hann það í nánu samráði við þá aðra ráðherra sem tengjast málinu, þessu tilviki forsætisráðherra varðandi neyðarlögin og efnahags- og viðskiptaráðherra varðandi innstæðutryggingar." Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ósáttir við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fela utanríkisráðherra, forræði í Icesave málinu. Ákvörðun ríkistjórnarinnar kemur þvert á ályktun meirihluta utanríkismálanefndar um að málið yrði áfram í höndum efnahags- og viðskiptaráðherra. Óvæntur meirihluti myndaðist á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær þegar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstir grænni, studdi ályktun fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í nefndinni um að Árni Páll Árnason, efnahags-og viðskiptaráðherra, færi áfram með forræði í Icesave málinu. Ríkisstjórnin fundaði um málið í morgun en ákvað þvert á ályktun utanríkismálanefndar að fela utanríkisráðherra stjórnskipulegt forræði. „Menn hafa rétt á því að hafa hvaða skoðun sem þeir vilja í utanríkismálanefnd. En það er einfaldlega þannig í samræmi við fyrri samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 12. apríl og sömuleiðis í samræmi við reglugerð um stjórnarrráðið, að þá er þetta mál á vettvangi utanríkisráðherra og hefur alltaf verið," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri óheppilegt að ESB-aðildarviðræður og Icesave málið væri í höndum sama ráðherra. Varaformaður Sjálfstæðisflokks segir að málið snúast ekki snúast um persónur eða gagnrýni á Össur. „...Og efnahags- og viðskiptaráðherra hefur haldið utan um varnir okkar gagnvart ESA, skilað þeim bréfum sem að þegar hafa verið send og að okkar mati einnig náð að skapa ákveðna ró um málið - leiða saman ólík sjónarmið og haldið vel á málinu," segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Össur segir að utanríkisráðherra fari samkvæmt venju með mál af þessu tagi. „En auðvitað gerir hann það í nánu samráði við þá aðra ráðherra sem tengjast málinu, þessu tilviki forsætisráðherra varðandi neyðarlögin og efnahags- og viðskiptaráðherra varðandi innstæðutryggingar."
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira