Innlent

Segja samræmi í launum hafa riðlast

Laun ráðherra, þingmanna og annarra sem heyra undir kjararáð verða hér eftir því sem næst þau sömu og þau voru fyrir lækkun í ársbyrjun 2009.Fréttablaðið/pjetur
Laun ráðherra, þingmanna og annarra sem heyra undir kjararáð verða hér eftir því sem næst þau sömu og þau voru fyrir lækkun í ársbyrjun 2009.Fréttablaðið/pjetur
Kjararáð hefur ákveðið að draga til baka lækkun á launum þingmanna, ráðherra og embættismanna sem heyra undir ráðið, sem ákveðin var árið 2008 og tók gildi 2009.

Í ákvörðun ráðsins, sem gildir afturvirkt frá 1. október, segir að með lækkuninni hafi innra samræmi í launum ríkisstarfsmanna riðlast. Í rökstuðningi kjararáðs er einnig vísað til þess að laun flestra viðmiðunarhópa á almennum vinnumarkaði hafi hækkað.

Stjórnvöld ákváðu í kjölfar hrunsins að setja lög sem skikkuðu kjararáð til að lækka laun þingmanna, ráðherra og annarra sem heyra undir ráðið. Í kjölfarið lækkuðu laun þingmanna um 7,5 prósent, og laun ráðherra um 14 til 15 prósent. Þá var kjararáði óheimilt að hækka laun þessara ríkisstarfsmanna aftur fyrr en árið 2010. - bj, þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×