Erlent

Hætta á flóðum í Kaupmannahöfn

Há sjávarhæð við Kaupmannahöfn ógnaði þeim hverfum borgarinnar sem liggja lægst yfir sjávarmáli í morgun.

Um er að ræða hverfin Christianshavn, hluta af Nyhaven og Islands Brygge. Sjávarhæðin verður hálfum öðrum metra yfir eðlilegum mörkum í dag en slíkt gerist aðeins einu sinni á öld að jafnaði við borgina.

Þetta eru meðal annars afleiðingarnar af miklu óverði sem geysaði í suðurhluta Skandinavíu í gærdag og langt fram á kvöldið. Í dönskum fjölmiðlum segir að búast megi við að vatn flæði inn í hús í fyrrgreindum hverfum í dag.

Þá er einnig talin hætta á að smáeyjan Saltholm fari alveg á kaf en hún stendur aðeins einn til tvo metra yfir sjávarmálinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×