Enski boltinn

Wenger gæti verslað varnarmann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gæti rifið upp veskið í mánuðinum ef meiðsli Sebastian Squillaci eru alvarleg en það gæti skýrst í dag hvort hann hefði meiðst illa í leiknum gegn Leeds.

Thomas Vermaelen er einnig meiddur og verði Squilacci einnig frá um lengri tíma þarf Arsenal að fá nýjan varnarmann.

Einu heilu miðverðir Arsenal núna eru þeir Lauretn Koscielny og Johan Djorou.

"Það gengur ekki upp að hafa aðeins tvo miðverði. Ef Sebastian er lengi frá þá ríf ég upp veskið," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×