Fótbolti

Van Nistelrooy aftur í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Van Nistelrooy í leik með Hamburg í Þýskalandi.
Van Nistelrooy í leik með Hamburg í Þýskalandi. Nordic Photos / Bongarts
Ruud van Nistelrooy hefur verið valinn í hollenska landsliðið sem mætir Ungverjalandi tvívegis í undankeppni EM 2012 á næstu dögum.

Bart van Marwijk, landsliðsþjálfari Hollands, valdi van Nistelrooy ekki í upphaflega landsliðshópinn fyrir leikina en hefur nú kallað á hann vegna meiðsla þeirra Arjen Robben, Theo Janssen og Klaas-Jan Huntelaar.

Fyrri leikur liðanna fer fram í Ungverjalandi á föstudaginn en sá síðari í Amsterdam á þriðjudaginn í næstu viku.

Holland er á toppi E-riðils með fullt hús stiga en Ungverjaland er í öðru sætinu með níu stig af tólf mögulegum.

Van Nistelrroy hefur tvívegis tilkynnt á ferlinum að hann sé hættur að gefa kost á sér í landsliðið en hefur jafn oft dregið í land með ákvörðun sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×