Enski boltinn

Rooney hugsanlega með gegn Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney gat ekki leikið með Man. Utd gegn Liverpool eins og vonast var til. Hann er þó á fínum batavegi og gæti spilað gegn Tottenham sem er næsti leikur toppliðsins.

"Ég hefði getað sett hann á bekkinn gegn Liverpool en það hefði ekki verið neinn tilgangur í því. Hann fann aftur fyrir meiðslunum á föstudag og var ekki orðinn góður daginn eftir. Þá var útséð með þáttöku hans gegn Liverpool," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd.

Nemanja Vidic gæti líka spilað gegn Spurs en það er enn bið eftir Edwin van der Sar sem hefur verið að glíma við slæma flensu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×