Enski boltinn

Maradona orðaður við Fulham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Diego Armando Maradona hefur iðulega verið orðaður við þjálfarastöðu á Englandi síðustu vikur. Nú segist kappinn vera kominn með tilboð frá Englandi og hann ætlar að ferðast til Englands í næsta mánuði til viðræðna.

Maradona er atvinnulaus eftir að hafa hætt með argentínska landsliðið eftir HM.

"Í febrúar mun ég fara til Englands og hlusta á tilboð sem ég hef fengið þar. Ef liðið sannfærir mig gæti vel verið að ég taki tilboðinu," sagði Maradona.

"Ég er ekkert í örvæntingarfullri leit að vinnu en ég veit að mun þjálfa aftur."

Heimildir fjölmiðla í Argentínu herma að Fulham sé liðið sem hafi áhuga á Maradona. Mark Hughes stýrir liðinu sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×