Lífið

Blue fær ekki spilun heima

Meðlimir Blue eru óánægðir með að fá ekki spilun í heimalandinu.
Meðlimir Blue eru óánægðir með að fá ekki spilun í heimalandinu.
Meðlimir breska strákabandsins Blue eru óánægðir með að Eurovision-lag þeirra I Can fái ekki nægilega spilun á útvarpsstöðvum heima. Lagið hefur ekki komist inn á helstu spilunarlistana, þar á meðal hjá BBC Radio 2. Samkvæmt vefsíðunni Myradio.com sem fylgist með lagaspilun útvarpsstöðva hefur I Can aðeins verið spilað 22 sinnum síðastliðinn mánuð á öllum Bretlandseyjum. „Við erum að reyna að gera þetta fyrir þjóðina okkar en hún vill ekki styðja við bakið á okkur,“ sagði söngvarinn Simon Webbe ósáttur. Eurovision-keppnin fer fram í Þýskalandi um miðjan maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.